Skírnir - 01.01.1972, Side 160
158
HEIMIR PALSSON
SKIRNIR
orðið rómantískur náttúruelskari í augum eftirkomenda. En gefur
sagan tilefni til þess?
Sigurður Guðmundsson benti réttilega á þann dóm sem felst í
orðum Kolskeggs, er Gunnar hvetur hann til að snúa aftur: „hvorki
skal ég á þessu níðast og engu öðru, því er mér er til trúað . . .“
(75. kap.). Betur hefði höfundur varla getað komið til skila dómn-
um. Gunnar er að fremja ódæði, er hann rýfur gerða sætt. (Sbr.
Lars Lönnroth: Hetjurnar líta bleika akra, Skírnir 1970).
Löngu hafa menn tekið eftir því, að í vísu þeirri sem síðar er
höfð eftir Gunnari og hann talinn hafa kveðið í haugnum, kemur
fram allt annar skilningur en á þessum stað í sögunni. í þeirri vísu
kveðst sá hjálmi faldni hermaður heldur hafa viljað deyja en vægja.
Vísan er auðskilin og auðskýrð. Til frekari áherzlu er Skarphéð-
inn Njálsson látinn rekja efni vísunnar í prósatextanum og bæta
því við, að „mikið er um fyrirburði slíka“ (78. kap.).
Sigurður Guðmundsson taldi að þarna skyti upp, eins og óvilj-
andi hinu rétta. Höfundur hefði hins vegar viljað fegra hetjuna
og þess vegna búið til aðra skýringu, en ekki kunnað við að stinga
vísunni alveg undir stól. Einar Olafur Sveinsson taldi (í áður til-
vitnuðum orðmn) vera um að ræða leifar eldri skilnings, vísan
stæði eins og hamar upp úr horfnum jarðlögum. Lars Lönnroth
hefur reynt að sameina skilning á textunum þann veg, að segja
sem svo að Gunnar hrífist „af fegurð landsins og eigin ofmetn-
aði ...“ (op. cit., 19).
Mér virðist að óþarft sé að gera ráð fyrir nokkrum þessara
möguleika. Sagan er einfaldlega að flytja okkur: a) skýringu Gunn-
ars, þá er hann notar til þess að réttlæta gerðir sínar og b) sann-
leikann. Þetta fær stuðning af hinum fjölmörgu tylliástæðum sem
notaðar eru í sögunni, og það sem þó er mun mikilvægara: Þetta
fær stuðning af sögu Gunnars.
Enginn fær raunverulega hrifizt af hetju sem á allan hátt er
hafin yfir mannleg takmörk. Því aðeins verða hetjur hetjur að þær
séu ofurseldar mannlegum örlögum, gefinn mennskur breyskleiki á
einhvern hátt. Sé saga Gunnars Hámundarsonar lesin þann veg sem
hér er reynt, verður hún að raunverulegri harmsögu, mannlegri
tragedíu, í stað glansmyndaraðar.