Skírnir - 01.01.1972, Page 161
NILS HALLAN
Snorri fólgsnarjarl
Snorri Sturluson dvaldist tvívegis í Noregi, árin 1218-20 og
1237-39. Hér skiptir aðeins síð'ari ferð hans máli. Samt kann að
veila rétt að henda á, að í bæði skiptin var hann gestur sömu manna,
Hákonar Hákonarsonar og Skúla Bárðarsonar. Allt frá þeim tíma,
er hann fyrst kynntist þeim, hlýtur að hafa verið lagt að honum að
gerast fylgismaður annars hvors, en þeir þreyttu stöðugt þrátefli sín
á milli um völdin í landinu. Að lokum kom til beinna vopnavið-
skipta, er Skúli hertogi tók sér konungsnafn á Eyrum í Niðarósi 6.
nóvember 1239.
Um það hil hálfu ári áður, um vorið eða snemma surnars, hafði
Snorri farið frá Noregi. Ekki er ljóst, hvaða dag hann lagði af stað.
En við vitum, að hann sigldi út frá Niðarósi, og þar hafði hann
verið gestur Skúla.
Snorri gegndi mikilvægu hlutverki í þeirri pólitík, sem Norð-
menn beittu gagnvart íslendingum á þessum árum. Stefnumiðið var
að koma íslandi að fullu og öllu undir norska stjórn. Ekki er full-
víst, hvaða afstöðu Snorri tók til þessarar stefnu. Viðurnefnið
fólgsnarjarl, sem hér verður reynt að skýra, hefur gegnt nokkru
hlutverki í umræðum um það, hvort Snorri hafi verið „þjóðhollur
íslendingur“ eða ekki.
Halvdan Koht hefur gert norskum afskiptum af Islandsmálum á
þessum árum skil í grein um Skúla jarl1, og verður það trauðla bet-
ur gert í stuttu máli; því skal frásögn Kohts endursögð hér.
Fullvíst er að dómi Kohts, að Skúli hafði öllurn öðrum fremur
haldið fram hugmyndinni um að auka við Noregsveldi með því að
leggja ísland undir norsku krúnuna.
Það var áriS 1220 sem hann kom með þessa áætlun, og tilefnið var allui
ófriðurinn á Islandi, sem þá truflaði norsku verzlunina þar. Skúli vildi strax
senda norskan herafla þangað og neyða Islendinga í senn til að halda friðinn