Skírnir - 01.01.1972, Síða 162
160
NILS HALLAN
SKÍRNIR
og gerast undirsátar norskra stjórnvalda. En hinn framhleypni Dagfinnur
bóndi lagðist gegn þessu áformi og kom í veg fyrir aS ferSin yrSi farin - í
Hákonarsögu er a. m. k. reynt aS eigna Dagfinni heiSurinn af því. En þegar
Sturla ÞórSarson var kominn heim til Islands og farinn aS semja Sturlungu2,
sagSi hann nokkuS á aSra leiS frá þessu. Þar fáum viS aS heyra, aS þaS hafi
veriS íslenzkir höfSingjar í Noregi, og einkum Snorri Sturluson, sem hafSi
veriS í tvö ár hjá jarlinum, sem fengu hann til aS hætta viS aS beita norsku
hervaldi. Samkvæmt Hákonarsögu lítur út fyrir aS Snorri hafi orSiS aS fara
til Dagfinns og hiSja um aSstoS gegn áformum Skúla. En samkvæmt Sturl-
ungu er alveg Ijóst, aS þaS voru Skúli og Snorri, sem útkljáSu máliS full-
komlega sín á milli. Reyndar skín þetta í gegn í Hákonarsögu einnig. - Sturlu
hefur ekki tekizt aS breiSa alveg yfir þaS. Snorri lofaSi Skúla, aS hann skyldi
fá íslendinga til aS gerast þegnar kóngs og jarls á friSsamlegan hátt, og
sjálfur gerSist hann lendur maSur beggja. (I Hákonarsögu segir, aS hann
hafi aSeins orSiS lendur maSur konungs).3
Ekki er auðvelt að komast eftir því, hvaða afstöðu Snorri tók í
stj órnmálunum á hverjum tíma, en það er létt að rangtúlka vináttu
hans í garð Skúla. Við vitum, að Snorri var virktavinur jarlsins, en
þar með er ekki sagt, að honum hafi fallið allskostar vel við stj órn-
máíastefnu hans. Um íslandsmál gætu bæði Skúli og Snorri hafa
skipt um skoðun oftar en einu sinni á 20 ára löngu tímabili.
Þegar Snorri sigldi út frá Niðarósi 1239, stóð vinátta þeirra
Skúla föstum fótum, en fyrir konunginum bar Snorri takmarkaða
virðingu. I Hákonarsögu segir svo:
Hákon kóngur sat þennan vetur (þ. e. 1238-9) í Björgvin; var þessi annar
vetur og XX kóngdóms hans. Hann sendi orð um veturinn norður til hertoga,
að þeir skyldu finnast um sumarið í Björgvin, og bað hann fara norðan með
léttiskipum og óhægja ekki bændum til þessarar ferðar. íslenzka rnenn, þeir
sem með hertoga voru, bað kóngur ekki út fara, fyrr en þeir hefðu ráð fyrir
gjört, með hverjum erindum þeir skyldu fara, því að áður um haustið hafði
spurzt, að þeir höfðu barizt í Skagafirði, Kolbeinn ungi og Gizur, við Sturl-
unga, og Sturíungar höfðu fallið. Hákon kóngur fór um vorið austur í Yík
og dvaldist lengi í Túnsbergi. Komu þar til hans vinir hans bæði úr Víkinni
og Upplöndum. Kóngur tók þar fréttir norðan úr landi og sunnan. Hann frétti,
að hertogi hafði gefið Snorra orlof og Orækju, syni hans, og Þorleifi til ís-
lands og fengið skip, það er hann átti hálft, en hálft Guðleikur af Skattastöðum.
Þegar sem kóngur varð þessa var, þá gjörði hann norður bréf og bannaði, að
þeir færu. Þessi bréf komu til þeirra, er þeir lágu við haf, og fóru þeir eigi
að síður í banni kóngs.4
Haustið 1241 var Snorri drepinn í Reykholti af Gissuri Þorvalds-
syni, efdr skipun frá Hákoni konungi. Vorið 1242 fór Gissur til Nor-