Skírnir - 01.01.1972, Page 163
SKÍRNIR
SNORRI FÓLGSNARJARL
161
egs og hafði meS sér Órækju, son Snorra, sem fanga. í Hákonar-
sögu segir enn svo frá:
Það haust kom af íslandi Órækja Snorrason, og höfðu þeir tekið hann Kol-
beinn ungi og Gizur og sent utan. Hann kom á vald Hákonar kóngs í Björgvin,
og gaf hann honum skjótt upp reiði sína, er hann hafði á honum, fyrir það
hann fór út í hanni hans. Og sagði kóngur þó svo, að hann var betur til fall-
inn að deyja fyrir þá sök en faðir hans; og eigi mundi faðir hans dáið hafa,
ef hann hefði komið í minn fund. Fór Órækja til kóngs og var með honum
um veturinn. Var kóngur vel til hans.5
Hér er þannig í sjálfri Hákonarsögu, hinni opinberu sögu kon-
ungsins, sagt berum orðum, að Hákon konungur hafi staðið á bak
við víg Snorra Sturlusonar. Hákonarsaga var færð í letur 1264—5
af Sturlu Þórðarsyni, bróðursyni Snorra, en Magnús konungur, son-
ur Hákonar, hafði fengið Sturlu það verkefni að rita söguna. Víg
Snorra hlaut að verða fremur viðkvæmt mál, og auðvelt er að skilja,
hversvegna Sturla sagði svo óbeint frá því. Hann lét Hákon sjálfan
taka á sig ábyrgðina með þessum orðum: Eigi mundi faðir hans
(þ. e. Snorri) dáið hafa, ef hann hefði komið í minn fund.
Þegar Sturla ritaði Hákonarsögu var hann sjálfur í sömu aðstöðu
og Órækja 1242. Hann var á valdi konungs sem fangi eða gísl.
Raunar fékk hann góðan aðbúnað, en hann var ekki frjáls maður,
og þegar hann skyldi semja ævisögu Hákonar konungs, varð margs
að gæta. Síðar, þegar Sturla var kominn til Islands og skrifaði sögu
sinnar eigin ættar, Sturlunga sögu, sagði hann nokkuð á annan veg
frá þeim málum, sem föðurbróðir hans hafði átt hlut að. Um heim-
ferð Snorra 1239 sagði liann þá þetta:
Um vetrinn eftir Örlygsstaðafund váru þeir með Skúla hertoga í Niðarósi
Snom Sturluson ok Órækja, sonr hans, ok Þorleifr Þórðarson, en Þórðr kakali
var í Björgyn með Hákoni konungi. En um várit fengu þeir skip, er átti Guð-
leikr á Skartastöðum, vinr Snorra, ok bjuggu þat til hafs með ráði hertogans.
En er þeir váru búnir ok höfðu lagt út undir Hólm, þá kómu menn sunnan
frá konungi ok með bréfum, ok stóð þat á, at konungr bannaði þeim öllum
Islendingum at fara út á því sumri. Þeir sýndu Snorra bréfin, ok svarar hann
svá: „Út vil ek.“
Ok þá er þeir váru búnir, hafði hertoginn þá í boði sínu, áðr þeir tóku or-
lof. Váru þá fáir menn við tal þeira hertogans ok Snorra. Arnfinnr Þjófsson
ok Óláfr hvítaskáld váru með hertoganum, en Órækja ok Þorleifr með Snorra.
Ok var þat sögn Arnfinns, at hertoginn gæfi Snorra jarlsnafn, ok svá hefir
11