Skírnir - 01.01.1972, Síða 164
162 NILS HALLAN SKÍRNIR
Styrmir inn fróði ritat: „Ártíð Snorra fólgsnarj arls“ en engi þeira Islend-
inganna lét þat á sannast.
Efir þetta létu þeir Snorri í haf ok tóku Vestmannaeyjar.6
Einungis á þessum stað í Sturlungu kemur viðurnefnið fólgsnar-
jarl fyrir, og heimildin á sem sagt að hafa verið ártíðarminnisgrein,
sem Styrmir fróði hafði ritað. Ártíð er dánardægur látins manns; á
þeim degi skyldi sálumessa hans haldin árlega. Styrmir hlýtur að
hafa skrifað þessa minnisgrein í almanak, þar sem messudagur heil-
ags Mauritiusar hefur verið tilgreindur, því að á þeim degi, 22.
sept.7, hafði Snorri verið drepinn.
Styrmir fróði var vildarvinur Snorra og bjó um skeið hjá honum
í Reykholti. Þegar hann tók upp á því að minna á Snorra með ártíð-
arminnisgrein í almanaki sínu, getur aðeins eitt hafa vakað fyrir
honum: það átti að lesa sálumessur fyrir hinxnn framliðna, og
Styrmi hefur fundizt sér bera skylda til að sjá um, að svo yrði gert.
Artíðarminnisgreinin skyldi tryggja, að sálumessan yrði lesin á
réttum tíma, þ. e. á ártíð hins framliðna, og því getum við verið
viss um, að greinin hefur verið skráð skömmu eftir dauða Snorra.
Þannig er fyllsta ástæða til að treysta þessari klausu, og enginn
hefur heldur dregið í efa, að hún væri sönn og rétt. En undirstrika
verður, að þetta er ártíðarminnisgrein, hvorki meira né minna, því
að fræðimenn hafa átt í erfiðleikum með að skilja merkinguna og
þess vegna komið með furðulegar skýringar. Sturlu Þórðarson furð-
aði fyrstan á þessu:
Ok var þat sögn Arnfinns, at hertoginn gæfi Snorra jarlsnafn, ok svá hefir
Styrmir inn fróffi ritat: Ártíð Snorra fólgsnarjarls" -, en engi þeira íslend-
inganna lét þat á sannast.
P. A. Munch varð fyrstur norskra sagnfræðinga til að skrifa nán-
ar um þessa atburði, og hann var sá fyrsti sem setti fram þýðingu
á viðurnefninu fólgsnarjarl:
Við andlátsdag Snorra í almanaki á fyrrnefndur Styrmir fróffi að hafa bætt
inn: „Ártíð Snorra fólgsnarjarls“ = ártíð Snorra, hins leynilega jarls.8
Árið 1898 ritaði dr. Ludvig Daae forvitnilega grein í Historisk
Tidskrift um Reins-ættina, og þar kom hann með athugasemd, sem
hljóðar svo:
Eins og menn vita á Skúli - auðvitað með algjörri leynd - að hafa veitt