Skírnir - 01.01.1972, Síða 165
SKÍRNIR
SNORRI FÓLGSNARJARL
163
Snorra jarlstign, þegar hann fór frá Noregi; því er hann nefndur „fölgsnar-
jarl'h Munch hefur þegar réttilega bent á, að þetta á að þýða með „leynilegur
jarl“. Engu að síður hefur Guðbrandur Vigfússon, sem væntanlega var lærður
maður og mætur, en lét þó ímyndunaraflið stundum algerlega hlaupa með sig
í gönur, leyft sér að telja orðið dregið af Folksn (eyjunni Storfosen við mynni
Þrándheimsfjarðar)!!9
Guðbrandur Vigfússon var íslenzkur lærdómsmaður, sem gaf
Sturlunga sögu út í Oxford 1878. I athugasemd neðanmáls skýrir
hann viðurnefnið „fólgsnarjarl“ með orðunum; „undoubtedly the
island of tliat name“ (= tvímælalaust eyjan með því nafni), og
vísar til þess, hvernig eyj arnafnið Fosen er ritað á ýmsan hátt í Há-
konarsögu.10 Dr. Ludvig Daae fannst þessi skýring vera svo fráleit,
að hann eyddi tveimur upphrópunarmerkj um á hana. Og þar með
hafði hún verið kveðin niður - í bili.
Þegar Finnur Jónsson samdi „Den oldnorske og oldislandske Lit-
teraturs Historie“, þar sem Snorri hlaut auðvitað veglegan sess, virti
hann Guðbrand Vigfússon ekki svo mikils, að hann færi að birta
skýringu hans á viðurnefni Snorra. Þess í stað réðst hann á Styrmi
fróða, sem hafði skýrt frá tilvist viðurnefnisins.
Snorri fór eins og kunnugt er heim til Islands í strengilegu banni konungs
en meS blessun hertogans. Já, það er sagt, að sá síðarnefndi hafi gert Snorra
að jarli sínum - Styrmir kallar Snorra fólgsnarjarl = leynilegan jarl -. Þetta
var þó örugglega aðeins fjandsamlegur söguburður; Sturla Þórðarson full-
yrðir, að enginn þeirra Islendinga, sem þá voru í Noregi og hefðu getað um
þetta borið, hafi staðfest það við sig. Það kemur ekki á óvart, að Styrmir,
sem var dómgreindarlítill og auðtrúa, skyldi geta trúað þessum söguburði,
en hann hefði sannarlega átt að vera síðastur manna til að fella skugga á
minningu Snorra.11
Finnur Jónsson leit þannig á málið, að vondir menn hefðu komið
af stað söguburði um Snorra, og með því að bókfesta hann hefði
verið settur blettur á mannorð hans. Styrmir fróði fær alvarlega
ofanígjöf fyrir orð sín. En hér kemur ekki allt heim og saman. Sé
unnt að segja, að Stymir hafi verið dómgreindarhtill vegna þess að
hann var of auðtrúa, þá hlýtur hér alveg eins að mega segja, að
Finnur Jónsson hafi verið dómgreindarlítill af því að hann var of
tortrygginn. Finnur Jónsson gaf ekki gaum að því, að hann var að
fjalla um ártíðarminnisgrein. I slíkri minnisgrein getur maður ekki
búizt við að finna neitt lastandi eða niðrandi. Fremur má þar vænta