Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 166
164
NILS HALLAN
SKÍRNIR
lofsyrða um hinn framliðna. Raunar er unnt að koma hvort heldur
er lofi eða lasti á framfæri í sluttri athugasemd um það starf eða
stöðu, sem hinn umræddi maður gegndi í lifanda lífi. Þegar tak-
markið með allri athugasemdinni er aðeins, að dánardægur hins
framliðna gleymist ekki, því að þann dag eigi að halda messu fyrir
sál hans, þá er okkur samt ekki leyfilegt að finna fleira í athuga-
semdinni en það, sem drottni er ljúft og þóknanlegt. í sagnaritun er
oft rætt um „eðli heimildar“, og til þess borgar sig ávallt að taka
tillit. I stuttu máli: hafi nú Styrmir sett blett á mannorð Snorra, hef-
ur það stafað af slysalegri tilviljun. Styrmi var það fjarri skapi,
þegar hann setti ártíðarminnisgreinina saman og sjálfsagt einnig
síðar, því að ella hefði hann strikað viðurnefnið út.
Frederik Paasche skrifaði heila bók um Snorra Sturluson og
Sturlungana. Einnig hann minntist á viðurnefni Snorra, en þóttist
ekki þekkja þá skýringu á nafninu, sem Guðbrandur hafði komið
með.
Aður en Snorri sigldi út var hann í gestaboði hjá Skúla hertoga. Þar voru
einnig þeir, er honum skyldu fylgja, Þorleifur úr Görðum og Órækja, og að
auki bróðursonur hans Ólafur Þórðarson hvítaskáld og Norðmaður, er hét
Arnfinnur Þjófsson. Þessir fjórir menn og aðeins þeir hlýddu á samtöl her-
togans við Snorra. Amfinnur Þjófsson hefur sagt, að hertoginn gæfi Snorra
jarlsnafn, en þegar þetta fréttist, vildu Islendingarnir, sem viðstaddir höfðu
verið, ekki staðfesta það. Samt getur þetta hafa verið rétt, því að með tilliti til
þess, sem síðar fór fram á milli Hákonar konungs og Snorra Sturlusonar, var
það ekki náfrændum Snorra í hag að viðurkenna, að hann hefði gerzt óvini
konungsins svo rækilega handgenginn; og sagnaritarinn Styrmir fróði, sem
þekkti Snorra Sturluson vel og gekk oft erinda hans, hefur kallað hann
„Snorra leyndarjarl".12
Hinn leynilegi jarl (den hemmelige jarl) hjá P. A. Munch, Ludvig
Daae og Finni Jónssyni var orðinn leyndarjarl (lönndomsjarl) hjá
Fredrik Paasche, en merkingin er sú sama. Hún er einnig óbreytt
hjá þeim, sem síðar hafa komið með skýringu á hinu örðuga viður-
nefni jólgsnarjarl: í Gamalnorsk ordbok eftir Leiv Heggstad rek-
umst við á leyndarjarlinn (den löynde j arl).13
Sá síðasti, sem skrifað hefur um þetta efni, er Arne Böe í grein-
inni Jarl í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, 7. bindi
(1962). Þar drepur hann m. a. á norsk áform um jarldæmi á Is-
landi og segir: