Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 167
SKÍRNIR SNORRI FÓLGSNARJARL 165
í Landnámabók (útg. 1900, bls. 205-6) segir að Haraldur hárfagri Noregs-
konungur hafi lofað Una Garðarssyni, að hann skyldi verða jarl á íslandi,
ef hann gæti lagt Island undir Harald. En af því vaxð ekkert, og Uni var síðar
drepinn. Samkvæmt Sturlunga sögu (útg. 1906-11, I, bls. 540) var sagt, að
Skúli Bárðarson hertogi í Nor. hefði gefið Snorra Sturlusyni j.nafn 1239 með
svipuð áform í huga. Snorri var því nefndur fólgsnar-j. (leyndar-j.).
Bæði P. A. Munch og þeir, sem komið hafa á eftir honum, hljóta
að hafa talið orðskýringuna svo augljósa, að þeir þyrftu ekki að
gera grein fyrir henni. Það er fyrst hjá Lind: Norsk-islándska per-
sonbinamn frán medeltiden (Uppsala 1921), að við fáum ofurlitlar
útskýringar:
Fólgsnarjarl. Snorri folsnar (eða: folgsnar) iarl er Snorri Sturluson nefnd-
ur skv. St. I 540. Fyrri liður eignarfall af *folgsn = eitthvað falið, þaraf:
fylgsni af fela.
Orðskýringin er þannig hin sama og Rygh hefur sett fram um
eyjarnafnið Fosen (Fosna):
Nafnið hlýtur að vera komið af fela, og upprunalega myndin að vera Folgsn,
Folksn; merkingin er þannig felustaður, felur (Norske Gárdnavn XIV, Kria
1901).
Guðbrandur Vigfússon taldi, að viðurnefni Snorra væri bein-
línis dregiS af nafni eyjarinnar. Allir aSrir hafa staðið með P. A.
Munch, sem taldi viSurnefnið samsetningu, dregna af samheitinu,
sem eyj arnafnið er komið af, og skýring GuSbrands hefur ekki einu
sinni verið nefnd. Samt sem áður stendur hún bezt að vígi, a. m. k.
frá málsögulegu sjónarmiði. Eyjarheitið Fosn (Folgsn, Folksn) var
nefnilega þekkt og í fullri notkun á fornnorrænum tíma. En sam-
heitið, sem eyjarnafnið er dregið af, er ekki að finna í fornnorræn-
um orðaforða, og það hefur örugglega verið fallið úr notkun sem
lifandi orð strax fyrir víkingaöld.
Sá fornnorræni orðaforði, sem varðveitzt hefur, er býsna full-
kominn. Og raunar er þar ekki um útdautt mál að ræða. Flest orðin
og orðtökin hafa lifað áfram í íslenzku, færeysku og nýnorskum
mállýzkum, en orðið folgsn (kv) hefur þó aldrei verið fest á bók.
Ekkert þess konar orð er heldur að finna í skyldum germönskum
málum, hvorki í austurnorrænu, gotnesku, fornþýzkum málum né
engilsaxnesku. Samt sem áður er ekki vafi á, að þetta orð hefur