Skírnir - 01.01.1972, Síða 168
166
NILS HALLAN
SKÍRNIR
verið til. En þaS hlýtur að hafa fallið snemina úr notkun, þannig
að það hefur verið sjaldheyrt eða algerlega óþekkt um það leyti er
ritöid hófst með germönskum þjóðum. Fráleitt er að gera ráð fyrir,
að þetta hafi verið lifandi orð með Ijósri merkingu um það leyti
er Snorri hlaut viðurnefnið fólgsnarjarl, þ. e. a. s. 1239. Við
þekkjum tungutak í því samfélagi, sem Snorri, Skúli og flestir nafn-
greindir samtíSarmenn þeirra tilheyrðu, nægilega vel til að geta
sagt þetta.
Víst er um það, að eyjarheitið Fosn hlýtur að vera dregið af
fornu orði, - það finnst víða, t. d. í samsetningum eins og Fosna-
vág og Fosnes. Sjálfur orðmyndimarhátturinn er mjög fornlegur.
Gengið er út frá hvarfstiginu - eða stofninum í lýsingarhætti þátíð-
ar - af sögninni að fela, sem beygðist fela — fal — folginn. Við þenn-
an stofn var hætt viðskeytinu -sn, sem er svo fágætt í germönsku,
að naumast er unnt að nefna 10 orð, sem mynduð eru á þennan
hátt.14 Þegar við samt sem áður erum alveg viss um, hver orðmynd-
unaraðferðin var í þessu tilfelli, er það vegna þess að bæði í forn-
norrænu og gotnesku finnst orð, leitt af horfna orðinu *folgsn, þ. e.
a. s. fylgsni (hv), gotn. fulhsni (hv). Dæmi úr Sverris sögu um
fylgsni: „En þu Sverrir liGr þa i hreysum oc fylscnum hvert siN er
bardiagar sculo vera.“1B í gotnesku bihlíuþýðingunni er orðið notað
í meir afleiddri merkingu í Fjallræðunni, Matth. VI, 4, 6 og 18, en
þar er alls staðar verið að fjalla um, að maður skuli gera góðverk
í leynum, og faðirinn, sem sé í leynum og sjái í leynum, muni þá
endurgjalda það: jah atta þeins saei saihviþ in fulhsnja, usgibiþ
þus in bairhtcin,1 fi
Wulfila, sem þýddi biblíuna á gotnesku, var biskup árin 341-383
e. Kr. Hér fáum við skýringu, sem bæði tekur yfir fulhsni (hv) og
orðið sem hlýtur að liggja þar til grundvallar, *fulhsns (kv), sem
aftur samsvara fornnorrænu fylgsni (hv) og *folgsn (kv). I stuttu
máli: Þessi orð eru mjög gömul, þau eru mynduð á óvenjulegan
hátt, og í vesturgermönskum málum finnum við engin merki
um þau.
í Noregi hlýtur *folgsn á sínum tíma (þjóðflutningatímabilinu?)
að hafa verið algengt orð á ströndinni frá eynni Körmt í suðri til
Naumudals í norðri, því að það er að finna í örnefnum á þessu
svæði. Sunnan við Körmt og norðan við Naumudal hefur orðið