Skírnir - 01.01.1972, Page 170
168
NILS HALLAN
SKÍRNIR
því að fá jarldóm yfir fslandi. Þetta var tilræði við sjálfstæSi ís-
lands, og Finnur taldi þaS vera Snorra til minnkunar — réttara
sagt honum til skammar - ef þetta var satt.
ViS getum haldiS lengra í sömu átt. Ef þaS var satt, aS Skúli
hertogi hefSi á laun hafiS Snorra til jarlstignar, þá hlaut þaS aS
hafa veriS liSur í áætlunum hertogans um valdarán í Noregi, því
aS j arlsembættiS var svo virSulegt, aS enginn annar en konungur-
inn gat haft rétt til aS hefja nokkurn í þann heiSurs- og valdasess.
Jafnvel þótt viS héldum okkur viS hina vanabundnu skýringu á
viSurnefninu fólgsnarjarl, væri eSlilegt aS leggja í þaS dálítiS ann-
an skilning en gert hefur veriS. ViS gætiun sagt, aS þaS hefSi
ekki fyrst og fremst veriS vegna fslands og íslendinga, sem út-
nefningunni þurfti aS halda leyndri, heldur vegna Hákonar kommgs.
En nú getum viS, eins og fram er komiS, af mállegum ástæSum
ekki fallizt á, aS fólgsnarjarl þýSi „leynilegur jarl“, og þá er okkur
heJdur ekki heimilt aS draga neina ályktun á grundvelli þeirrar
skýringar. í Sturlungu er raunar sagt, aS útnefning Snorra til jarls
hafi fariS býsna leynilega fram, svo leynilega, aS jafnvel bróSur-
sonur Snorra var ekki fullviss um, hvort þetta hefSi gerzt. Skúli
hertogi var drepinn 24. maí 1240, Arnfinnur Þjófsson, stallari hans,
var drepinn voriS 1241, og 22. sept. sama ár varS Snorri aS láta
líf sitt. Þá stóSu ekki eftir nema þrír menn, sem eitthvaS vissu, og
þeir höfSu e. t. v. sínar ástæSur til aS þegj a, einkum þó Orækj a,
sonur Snorra. Athyglisvert er, aS Sturla ÞórSarson skyldi bera Arn-
finn Þjófsson, stallara Skúla hertoga, fyrir sögunni. Hann gat ekki
talizt neinn ótíndur heimildarmaSur. Ef einhver þekkti vel til
þess, sem hertoginn tók sér fyrir hendur, þá hlaut þaS aS vera stall-
ari hans. Og svo skulum viS taka eftir enn einu atriSi. Þetta fór aS
vísu leynilega fram, en samt sem áSur virSist þaS hafa gerzt á
formlegan hátt. Þegar Skúli og Snorri áttu meS sér þetta leynilega
samtal, hafSi hvor þeirra um sig tvo menn með sér. „Arnfinnr
Þjófsson ok Óláfr hvítaskáld váru meS hertoganum, en Órækja ok
Þorleifr meS Snorra,“ segir í Sturlungu, og hlutverk þessara manna
getur varla hafa veriS annaS en vera vottar. Einmitt þaS, aS síS-
asta samtal þeirra Skúla og Snorra fór fram á svo formlegan hátt,
er mjög glögg ábending um, aS þeir hafi gert samning sín á milli,
og þar sem vitaS er, aS Snorri hafSi áSur veriS gerSur lendur