Skírnir - 01.01.1972, Síða 171
SKÍRNIR
SNORRI FÓLGSNARJARL
169
maSur, er engin sérstök ástæða til að draga í efa, að nú hafi hann
veíið hækkaður í tign og gerður að jarli. Þá er einnig eðlilegt að
ímynda sér, að sett hafi verið saman skjal með samningnum, og
mennirnir fjórir hafi sett innsigli sín undir. Þess háttar samnings-
bréf voru að jafnaði gerð í tveimur eintökum, einu handa hvorum
aðila, og þannig er hugsanlegt, að einmitt Styrmir, sem vissulega
hefur haft aðgang að ritum þeim og skjölum, sem Snorri lét eftir
sig, hafi jafnvel haft ritaða heimild fyrir viðurnefninu fólgsnarjarl.
Og hverjum stóð næst að gæta skjala þeirra, sem Skúli hertogi lét
eftir sig? Væntanlega stallara hans?
Þetta hefur verið rætt svona rækilega vegna þess, að telj a má, að
einhver fótur hljóti að hafa verið fyrir frásögninni í Sturlungu um
að Snorri hafi verið gerður að jarli. Það eru hæpin vinnubrögð,
sem Finnur Jónsson viðhafði, þegar hann hafnaði öllum heimild-
um með því að segja: „Þetta var þó örugglega aðeins fjandsam-
legur söguburður.“
En hvar stöndum við þá? Við höfum hafnað skýringunni „leyni-
legur jarl“, og þá er ekki um annað að ræða en snúa sér á ný að
þeirri skýringu, sem Guðbrandur Vigfússon setti fram. Enginn þriðji
möguleiki er fyrir hendi. A 13. öld var ekki unnt að skilja viður-
nefnið fólgsnarjarl öðru vísi en sem jarl af Fólksn; það átti jafnt
við í Niðarósi sem á Islandi. Jarl af Fólksn gat aðeins merlct jarl
með aðsetri á Fosna (Storfosna) og völd þar um nágrennið. Nær-
tækasta hliðstæða er hlaðajarl, þar sem einnig er miðað við að-
setrið. Algengast er annars, að jarl sé kenndur við þegna sína:
mærajarl, upplendingajarl o. s. frv.
Það má kallast teflt í nokkra tvísýnu að gerast sammála Guð-
brandi Vigfússyni, „sem væntanlega var lærður maður og mætur,
en lét þó ímyndunaraflið stundum algerlega hlaupa með sig í
gönur“. Að vísu stendur skýring hans vel að vígi frá málfræðilegu
sjónarmiði, en sé leitað lengra og hugað að hinum sagnfræðilega
sannleika, sem á að standa á bak við skýringuna, hljótum við að
viðurkenna, að ímyndunaraflið getur auðveldlega farið að ráða
ferðinni. Eigum við að gera okkur að góðu að slá þessu fast, og
setja punkt, eða eigum við að vera sjálfum okkur samkvæm og
halda ofurlítið lengra í þá átt, sem við höfum valið okkur?