Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 172
170
NILS HALLAN
SKIRNIR
„Folgsnar, undoubtedly the island of that name“ sagði Guð-
hrandur í neðanmálsgrein sinni. Ef til vill þekkti hann ekki til nema
einnar eyjar í Noregi með nefninu Fosna, en það skiptir litlu máli
í þessu sambandi, því að ekki getur verið um aðra eyju að ræða
en þá sem nefnd er í konungasögum, þ. e. Folksn utan við mynni
Þrándheimsfjarðar, sem nú nefnist Stórfosna, bæjarnafn nr. 60 í
0rland prestakalli.17
Fosna var konungseign á miðöldum. Þar var aðeins ein jörð,
heil og óskipt með þeim stærstu í Þrændalögum. Landskuldin stað-
næmdist eftir svartadauða við átta spannir,18 og í öllum lands-
hlutanum var svo há landskuld einungis goldin af um tylft jarða.
Bent skal á, að Hlaðir voru einnig metnar á átta spannir. Þegar
fyrir daga Sverris konungs höfðu ármenn konungs (lendir menn?)
aðsetur á eynni, og það fyrirkomulag var e. t. v. mjög fornt. Ljóst
er, að Hákon konungur Hákonarson hafði áhuga á eynni. Hann
lét reisa þar kirkju, sem var vígð 1236. Stórfosna liggur þannig
við, að konungur gat neyðzt til að híða þar í hvert sinn sem hann
hafði verið í Niðarósi og þurfti að komast sjóleiðina suður á bóg-
inn. „Bíðendur eiga byr, en bráðir andróður,“ segir fornt orðtak.
Víst er, að Hákon konungur setti sýslumann á eyjuna, og það fyrsta
sem Skúli hertogi gerði eftir að hann hafði tekið sér konungsnafn
haustið 1239, var að senda sína menn út á Fosnu þeirra erinda að
drepa menn konungs. Það tókst. I Hákonarsögu segir Sturla Þórð-
arson svo rækilega frá þeim atburði, að hann hlýtur að hafa stuðzt
við Ííásögn sjónarvotts.
Síðar á miðöldum, þegar hinu stóra Norðmærafylki var skipt í
tvennt, varð Fosna aðsetur sýslumanns konungs í nyrðri hlutanum,
sem á 16. öld hlaut nafnið Fosen len.
Hafi nú Skúli hertogi útnefnt Snorra jarl vorið eða sumarið
1239, hlýtur maður auðvitað að spyrja, hver hafi verið hinn stjórn-
málalegi tilgangur með útnefningunni. Sagnfræðingar hafa spurt
um þetta og enginn verið í vafa um svarið: Snorri hafi verið út-
nefndur jarl til að leggja Island undir Noreg, og jarldæmi hans
hafi auðvitað átt að vera Island. Um hvorugt þessara atriða getum
við þó verið fullviss. Mest aðkallandi viðfangsefni - og raunar
aðaltakmark - Skúla vorið og sumarið 1239 var ekki að leggja
ísland, heldur Noreg undir sig, og ef hann yfirleitt hefur offrað