Skírnir - 01.01.1972, Síða 173
SKÍRNIR
SNORRI FOLGSNARJARL
171
tíma og umhugsun á löndin í vesturvegi, hefur hann væntanlega
gert þaS í von um að fá aðstoð þaðan. Með öðrum orðum: Um
þetta leyti getur ekki hafa verið svo mjög mikilvægt fyrir Skúla
að leggja Island undir sig, en það gat skipt máli fyrir hann að fá
islendinga í lið með sér. Eðlilegt er að skýra hið leynilega samtal
þeirra Snorra sem tilraun til að koma sér upp bandamanni, og
jafnframt verður að líta á samninginn, sem gerður var, sem árang-
ur þessara viðræðna. Vissulega höfðu íslendingar ekki neitt skipu-
legt herlið á sínum snærum. Þó voru margir vígir menn á íslandi,
og sumir þeirra höfðu ferðazt til Noregs og tekið þátt í vopna-
viðskiptum í borgarastyrjöldunum. Þeir fóru yfirleitt utan af ein-
skærri ævintýralöngun, en ekki í neinum stj órnmálalegum tilgangi,
og þess vegna stóðu þeir aldrei saman sem ein heild með öðrum
hvorum stríðsaðilanum. Það gat þannig virzt fýsilegt fyrir Skúla
hertoga að fá íslendinga á sitt hand.
Ef Skúli hafði hugsað sér að fá íslendinga með sér, gat hann
varla gert það öðruvísi en með því að bjóða þeim bælta dvalar-
aðstöðu í Noregi. Það varð auðvitað að vera í þeim landshluta,
sem hertoginn hafði full yfirráð yfir, þ. e. norðanfjalls. Alls ekki er
fráleitt, að hann hafi gert Snorra jarl á Fosnu, og tilgangurinn með
því jarldæmi hafi verið, að Snorri skyldi setjast þar að með svo
stóran lióp vígra íslendinga, að áhættusamt yrði fyrir Hákon kon-
ung að sigla norður til Niðaróss. Snorri lét út frá Niðarósi vorið
eða sumarið 1239. Var kannski umsamið, að hann skyldi koma
aftur til Noregs með talsverðan liðskost þegar um haustið eftir?19
Skúli skaut á frest að taka sér konungsnafn, og í Hákonarsögu er
merkileg lýsing á hugsýki hans næst áður en af því varð. Beið
hann eftir einhverju, sem átti að gerast en gerðist ekki? Gátu áform
hans farið út um þúfur ef þetta gerðist ekki? Loks seint um haust-
ið, 6. nóvember, sneri hann sér að þeirri hátíðlegu og örlagaríku
framkvæmd að taka sér konungsnafn. Og það fyrsta, sem hann
síöan gerði, var að senda sína eigin hermenn út í Stórfosnu til að
drepa valdsmenn konungs þar.
Baráttan gegn Hákoni konungi gekk ekki eins og Skúli hafði
vænzt, og við vitum ekki með vissu, hvað hann hafði ráðgert. í
fornsögunum segir líka, að allt hafi gerzt með leynd.
Sagnritari, sem hefði verið meira skáld en Sturla Þórðarson var,