Skírnir - 01.01.1972, Page 174
172
NILS HALLAN
SKIRNIK
hefði auðvitað notið góðs af því frelsi, sem skáld ætíð hafa við
meðhöndlun staðreynda. ísland átti mörg slík skáld, og mestur
hluti fornbókjnenntanna er þeirra verk. Annars er það merkileg
staðreynd, að allir rithöfundar af þessu tæi skuli vera nafnlausir.
Hér skulum við rétt líta á stuttan þátt af íslendingi, sem nefndur
var Hreiðar heimski. Þetta var piltur, sem hagaði sér eins og
auii í æsku. Hann fór til Noregs á stj órnarárum Magnúsar hins
góða Olafssonar og Haralds harðráða, og þar virtist í fyrstu af
hegðun hans, að hann bæri nafn með rentu. Síðar kom í ljós, að
hann var vel viti borinn en býsna seinheppinn, og því varð hann
til þess að móðga Harald konung, sem varð svo reiður, að hann
vildi láta Hreiðar gjalda fyrir með lífi sínu. Hreiðar forðaði sér
og leitaði til Magnúsar konungs í Niðarósi. Síðan kemur niðurlag
þáttarins. Hreiðar hafði ort kvæði til heiðurs Magnúsi konungi.
Konungur mælti:
Hér eptir skal ek ok velja kvæSislaunin. Hér er hólmr einn fyrir Nóregi,
sá er ek vil þér gefa. Hann er með góðum grpsum, ok er þat gott land, þó at
eigi sé mikit.“ Hreiðarr mælti: „Þar skal ek samtengja með Nóreg ok Island.“
Konungr mælti: „Eigi veit ek, hversu þat ferr. Hitt veit ek, að margir menn
munu búnir at kaupa at þér hólminn ok gefa þér fé fyrir. En ráðligra ætla ek
vera, at ek Ieysa til mín, at eigi verði at bitbeini þér eða þeim, er kaupa vilja.
Er nú ok ekki vel felld vist þín vilgis lengi hér í Nóregi, því at ek þykkjumk
sjá, hvein Harald konungr vill þinn hlut, ef hann á at ráða, sem hann mun
ráða, ef þú ert lengi í Nóregi.“ Nú gaf Magnús konungr honum silfr fyrir
hólminn ok vill nú eigi þar hætta honum. Ok fór Hreiðarr út til Islands ok
bjó norðr í Svarfaðardal ok gerisk mikill maðr fyrir sér.20
Þetta er skáldskapur, svo mikið er víst. En Niðarós fyrirfannst
þó. Og hvaða hólma hefur skáldið haft í huga, þegar það lætur
ikonung Vera í Niðarósi og segja: „Hér er hólmr einn fyrir Nóregi.“
Iiólmurinn hlýtur einnig að hafa verið til. Nærri liggur að gizka
á Niðarhólm (Munkhólmj, eina hólminn, sem beinlínis sést frá
Niðarósi. Yel getur verið, að við hann sé átt, því að konungur bætir
við, að landrými sé þar ekki mikið. Orðið mikið er raunar afstætt,
og því er freistandi að gefa meiri gaum að orðunum um legu hólms-
ins undan Noregi: hér . . . fyrir Nóregi. Þá berast böndin að Stór-
fosnu. Mjög hklega hlýtur að vera átt við eyju, sem konungur hef-
ur eignarhald á, þ. e. land krúnunnar. Þá er ekki um margt annað