Skírnir - 01.01.1972, Side 177
SKIRNIR
SNORRI FOLGSNARJARL
175
um það svið, sem liggur mitt á milli skáldskapar og sannfræði.
Nú skulum við í stuttu máli telja upp hinar lítilvægu niðurstöður
af þessari viðleitni okkar:
1. Viðurnefnið fólgsnarjarl getur af málsögulegum ástæðum ekki
þýtt „leynilegur jarl".
2. A 13. öld gat þess háttar viðurnefni aðeins merkt Fólksnarjarl,
þ. e. jarl með aðsetri á Fólksn (Stórfosnu).
3. Frá sagnfræðilegu sjónarmiði er ekkert því til fyrirstöðu, að
Skúli hertogi hafi veitt Snorra jarldæmi með aðalaðsetri á
Stórfosnu.
4. Tilgangurinn með þessu jarldæmi hlaut að vera að fá Islend-
ingum ákveðna fótfestu í Noregi, og það hlaut að vera mikil-
vægt fyrir Skúla hertoga, að hafa Islendinga sín megin í bar-
áttunni við Hákon konung.
5. Snorri hefur þekkt sögn um, að Olafur helgi hafi á sínum tíma
sett fram beiðni um herstöð á íslenzkri grund (Grímsey), og
það er hugsanlegt, að Snorri hafi snúið þessari hugmynd við
til ágóða fyrir sig og landa sína.
6. Frásögnin um Hreiðar heimska sýnir, að um svipað leyti og
Sturla Þórðarson setti saman sagnarit sín, þekkti annar ís-
lenzkur rithöfundur hugmyndina um íslenzka herstöð í Noregi.
Björn Teitsson þýddi
Höfundur greinar þessarar, Nils Hallan, er nú safnvörður í Mo í Rana í
Nordland fylke í Noregi. Greinin birtist upphaflega í Árbok for Trdndelag,
nr. 1, Orkanger 1967, bls. 66-86. Hér hefur hún verið stytt lítið eitt, einkum
aftan til, og var það gert með leyfi höfundar.
1 Halvdan Koht: Skule jarl. Foredrag i Vitskapsselskapet i Kristiania 16.
febr. 1923. Prentað í Historisk Tidsskrift, 26. bd. Kristiania 1924, bls.
428 o.áfr.
2 Með Sturlungu er hér og síðar átt við Islendingasögu Sturlu Þórðar-
sonar. - Þýo.
3 Halvdan Koht í Hist. Tidsskr. 1924, bls. 448.
4 Det Arnamagnæanske Haandskrift 81a Fol. (Skálholtsbók yngsta). Kria
1910 o.áfr., bls. 500 (Hákonarsaga). Sú útg. er stafrétt, og þótti heppilegt
að færa þessa tilv. og þá næstu til nútíðarstafsetningar hér. - Þýð.
5 Sama rit, bls. 583. Einnig fært til nútíðarstafsetningar hér.