Skírnir - 01.01.1972, Side 180
178
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
hafi enn séð stað á prenti. Árum saman vann hann að undirbún-
ingi að vísindalegri útgáfu norskra sagnadansa með hina miklu út-
gáfu danskra sagnadansa að fyrirmynd.3 Þar átti að birta með
fyllstu nákvæmni allar uppskriftir sem til eru af hverju kvæði, og
í greinargerð átti að vera vitneskja um varðveizlu þess, skyldleika
við kvæði annarra þjóða osfrv. í formála fyrir útgáfimni ætlaði
Liestpl að gera grein fyrir sögu þessa kveðskapar í Noregi. Verk
þetta erfði hann eftir Sophus Bugge og Moltke Moe. Báðir unnu
þeir, einkum Bugge, mikið afrek í söfnun og gerðu merkar rann-
sóknir á fáeinum kvæðum, en vísindaleg úrvinnsla efnisins lenti að
langmestu leyti á herðum Liestpls. Þegar hann féll frá, hafði hann
unnið mikið starf við flokkun texta, skrifað inngang að mörgum
kvæðum og lokið hluta af formála verksins. Eftir andlát Liestpls
mun hafa liðið nokkur tími áður en fullur skriður komst á útgáfu-
starfið af nýju, en á seinni árum hefur verið tmnið af kappi við
að búa texta undir prentun, svo að þess má vænta að brátt taki að
birtast ávöxtur af áratuga eljuverki Liestpls, samstarfsmanna hans
og eftirmanna. Það var þó mikið áfall fyrir þetta starf er eftirmað-
ur Liestpls, Svale Solheim prófessor, féll frá á síðasta ári.
Sá hluti af formála Liestpls að útgáfunni sem fjallar um norræn-
an arf í sagnadönsum, þeas. yrkisefni sem einnig eru gerð skil í
eldri norrænum bókmenntum, eddukvæðum, fornaldarsögiun osfrv.,
hefur nú verið gefinn út í bókarformi með því heiti sem Lieslöl
gaf kaflanum, Den noTT</>ne arven.A
Sjónarmiðin sem Liestpl setur fram í þessari bók eru vitanlega
engin nýjung, því hann hafði áður fjallað um mestan hluta þessa
efnis í bókum og skemmri ritgerðum. Samt er fengur að ritinu, því
efninu eru hér á einum stað gerð skil af þeim skýrleika sem alltaf
einkenndi verk Liestpls, og jafnframt eru hér margar athuganir um
einstök kvæði, sem hvergi hafa birzt áður.
Það er einkum saga efnisatriðanna, sagna og minna, sem Liestpl
rekur, þótt hann víki í upphafi lítillega að bragarháttinn og ljóð-
stafasetningu.B 011 norsk kvæði af norrænum uppruna reynast vera
komin annaðhvort frá eddukvæðum eða fornaldarsögum, beint eða
óbeint. Séu færeysk kvæði hins vegar tekin með í reikninginn, og
það gerir Liestpl, hafa Islendingasögur og konungasögur einnig
lagt til efni. Það er eftirtektarvert að nokkuð oft virðast hafa verið