Skírnir - 01.01.1972, Page 182
180
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
eyingar hafi ort norska kvæðið upp með hliðsjón af bókum. Þegar
þess háttar skýring er endurtekin oft, fer að vakna grunur um
að færeysku kvæðin kunni einfaldlega að vera betri fulltrúar þeirra
kvæðagerða sem ortar voru eftir bókum, en norsku kvæðin hafi
orðið fyrir meiri breytingum á vörum alþýðu. Oðru vísi horfir mál-
ið við ef gert er ráð fyrir að heimildir fyrstu kvæðamanna hafi
verið kveðskapur og sagnir sem þeir þekktu í munnlegri geymd.
Ymislegt hefur verið skrifað um þessi efni síðan Liest0l féll frá.
Einar Ól. Sveinsson hefur dregið saman rök til stuðnings þeirri
skoðun að kvæði geti verið ort í Færeyjum og Noregi eftir íslenzk-
um bókum.0 Um það er raunar enginn grundvallarágreiningur með
þeim Liestpl, en EÓS gerir þó sýnu meira úr þessu. I nýlegri grein
hefur Svale Solheim gagnrýnt hugmyndir Liestpls um norskan upp-
runa margra kappakvæða.7 Hann bendir á að miklu fleiri kappa-
kvæði séu varðveitt í Færeyjum en Noregi, svo að telja verði Fær-
eyjar miðpunkt þessarar kveðskaparhefðar. AS vísu telur hann
fjölda kvæða og afbrigða einan ekki nægja til að hafa endaskipti á
hugmyndum Liestpls og fleiri eldri fræðimanna og telja allt komið
frá Færeyjum til Noregs, en álítur þó efniviðinn benda til að Fær-
eyjar séu aðalsvæði vestnorrænnar kvæðagerðar.
Eftir að Den norr0ne arven kom út, hefur Brynjulf Alver fjallað
um þessar rannsóknir Liest0ls í ævisögu hans.8 Hann telur aðferð-
um Liestpls mjög ábótavant að því leyti að hann líti um of á ein-
stök afbrigði kvæðis sem fastar stærðir í líkingu við skráða texta,
en andstætt EÓS finnst honum Liestol gera of mikið úr líkindum
þess að sagnadansar hafi verið ortir eftir bókum. Þó leggur hann
áherzlu á að ekki hafi verið til fornaldarsögur í Noregi eins og
Lisetpl hafi talið, því fornaldarsaga sé rituð íslenzk bókmennta-
grein, en munnlega varðveitt minni og efnisatriði um sama efni séu
annars eðlis og því stuðli aðeins að hugtakaruglingi að kalla þetta
sama nafni.
Gagnrýni Alvers á vinnubrögð Liest0ls er að mörgu leyti rétt-
mæt. Rannsóknum á munnlega varðveittum kveðskap hefur fleygt
fram síðan Liestpl skrifaði þetta verk, og er þar einkum um að ræða
nýjan skilning á formúlunotkun sem fengizt hefur við könnun á
kveðskap j úgóslavneskra kvæðamanna.9 En sé Liestpl vandlega les-
inn, kemur þó í ljós að hann er flestum fræðimönnum varkárari