Skírnir - 01.01.1972, Page 184
182
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
Meðal þess sem fræðimenn hafa verið sammála um til þessa er að
kenna kvæðagreinina við miðaldir. Þetta er skoðun sem á rætur að
rekja til þjóðernisrómantíkur, en samræmist miður vel nútímaleg-
um viðhorfum til munnlega varðveittra kvæða, því ekkert af þess-
um kvæðum var skráð á miðöldum, og að því er Noreg varðar eru
þau hérumbil öll skráð eftir 1840. Þess vegna þekkjum við þessi
svo kölluðu miðaldakvæði aðeins í þeirri mynd sem þau höfðu
löngu seinna, og vafalaust eru mörg þeirra ort eftir lok miðalda.
Það er varla meiri ástæða til að kenna þessa grein kveðskapar við
miðaldir en margar aðrar, sem þar eiga rætur sínar, en lifðu lengi
eftir lok þeirra.
Kaflinn um helgisögur er eins og vænta mátti reistur á Delehaye
hvað hið almenna varðar. í lok hans er yfirlit yfir helgisögur 1
norsk-íslenzkri ritgeymd. Hér finnst mér galli að ekki skuli minnzt
einu orði á öll helgikvæðin frá miðöldum sem varðveitt eru í ís-
lenzkum handritum (og nokkur í sænskum og dönskum). Þess hátt-
ar kvæði eru nær jafngömul kristni, og hafa mörg þeirra án efa
varðveitzt í munnlegri geymd við hlið skriflegrar. Þess háttar
kvæði hljóta að hafa verið kunn og ort í Noregi á miðöldum, sbr.
að í útgáfu Jóns Helgasonar, Islenzk miðaldakvœði, er amk. eitt
helgikvæði sem hann telur norskt (Fyrirlát mér jungfrúin hreina,
IM 1:2, 267-72) og annað sem gæti verið norskt þótt austnorrænn
uppruni sé einnig hugsanlegur (Maríu nafn með gleði og prís, ÍM
II, 269).
Þá hefði verið full ástæða til að geta þess að á íslandi hafa varð-
veitzt tveir sagnadansar um norska dýrlinga, Ólafs vísur, ÍF 50, og
Kvœði um sankti Hallvarð, ÍF 78. Bæði gætu þau verið norsk að
uppruna, einkum hið síðarnefnda.
Það er nokkur ósamkvæmni að gera ekki neina grein fyrir þessu
efni fyrst raktar eru helgisögur í lausu máli sem varðveittar eru í
íslenzkum handritum. Til eru á íslenzku helgikvæði um fjóra þeirra
dýrlinga sem fjallað er um í Ballader og legender: Jakob postula,
Ólaf helga, heilaga Katrínu og Maríu Magdelenu.
Að loknum inngangsköflum eru norsku sagnadansamir með
helgisagnaefni teknir til athugunar hver um sig. Birtur er einn af
textum kvæðisins, eins og hann hefur verið skráður eftir munnlegri
geymd, gerð grein fyrir varðveizlu og dreifingu kvæðisins um Norð-