Skírnir - 01.01.1972, Page 186
184
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
atriða sem Moltke Moe taldi tengja kvæðið við ákveðin leiðslurit
frá miðöldum, hafa lifað áfram í þjóðtrú á Norðurlöndum og geta
verið þaðan fengin.11 Einnig hefur verið dregið fram hve mjög
stefjakveðskapur (gamlestev) hefur blandazt munnlegri geymd
kvæðisins og dregin fram fleiri rök sem mæla gegn því að það sé
eldra en frá lokum miðalda.12 Allt þetta rekur höfundur skilmerki-
lega og bætir við nokkrum niðurstöðum af rannsóknum Svale Sol-
heim á kvæðinu, sem enn eru óprentaðar. Hún styðst síðan í eigin
athugun eingöngu við beztu og heillegustu uppskriftina og telur að
þetta afbrigði kvæðisins geti verið mótað fyrir siðaskipti, en auk
þess hafi vel getað verið til önnur leiðslukvæði undir sama hætti og
vafalaust talsverður stefjakveðskapur um sömu minni að einhverju
leyti og með sömu formúlum. Loks bendir hún á hliðstætt efni í
helgisögtun og predikunum frá lokum miðalda.
Ádel Gjpstein Blom dregur hér saman niðurstöður nýjustu rann-
sókna á Draumkvæðinu og leggur ýmislegt skynsamlegt til mál-
anna sjálf sem styður þá skoðun að Draumkvæðið muni vera
kaþólskt þótt það þurfi ekki að hafa orðið til fyrr en undir lok
miðalda. Þetta er góð athugun og samantekt, en veldur engum
straumhvörfum í rannsóknum á Draumkvæðinu. Það gerir hins
vegar önnur bók sem kom út á sama ári, Draumkvedet. Folkevise
eller lœrd kopidikting eftir Brynjulf Alver. Hann tékur sér þar fyrir
hendur að kveða niður alla þj óðernisrómantík og tilfinningasemi
sem tengzt hefur Draumkvæðinu og snýr sér síðan beint að hráefn-
inu, uppskriftum eftir munnlegri geymd, og knýr það sagna og ber
saman við annan þjóðlegan kveðskap. Rannsókn hans hefur það
fram yfir allar fyrri rannsóknir á kvæðinu að hann leggur til grund-
vallar allan efniviðinn, en ekki „beztu“ afbrigðin, gerir rækilega
grein fyrir afbrigðimum, efni þeirra, aldri og landfræðilegri dreif-
ingu. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar. I fyrsta lagi bendir Alver
á að Draumkvæðið skeri sig að meira en einu leyti úr öðrum nor-
rænum sagnadönsum og sé þar skyldara „gamlestev“-kveðskap: röð
erindanna er mjög breytileg, jafnvel hjá sama heimildarmanni, hafi
hann kveðið oftar en einu sinni; þetta er algengt um stefj aflokka.
Geymdin er víða svo blönduð stefjageymd að ókleift er að skilja
á milli. Mál Draumkvæðisins og formúlur eru einnig mjög af stefja-
ætt. Þrátt fyrir allt þetta telur Alver óhjákvæmilegt að telja kvæð-