Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 187
SKÍRNIR
NORSKAR ÞJÓÐFRÆÐIRANNSÓKNIR
185
ið sagnadans, en hins vegar séu engin rök til að kenna það við miS-
aldir. Hann sýnir dæmi þess aS áhugi á leiSslum hafi veriS lifandi
í Noregi á síSari hluta 18. aldar, en til þess tíma telur hann hægt
aS rekja tvö heillegustu afbrigSi kvæSisins. Hins vegar telur hann
einstök minni og einstök erindi vel geta veriS miSaldaefni.
Bók Alvers er bráSskemmtileg, ekki sízt vegna þess aS hann hef-
ur gaman af aS stríSa lesendum sínum, en stríSninni er oftast fylgt
eftir meS traustum röksemdum. Segja má aS hann hafi meS verki
sínu lagt grundvöll aS nýju tímabili rannsókna á DraumkvæSi meS
því aS færa þaS eins nálægt nútímanum og hægt er. Þeir sem álíta
þaS frá miSöldum verSa nú aS bretta upp ermum og ráSast til at-
lögu viS efniS. ÞangaS til þeir hafa komiS fram meS ný rök, verS-
ur um trúaratriSi aS ræSa, en ég get ekki stillt mig um aS játast
undir þá trú aS DraumkvæSiS hafi orSiS til sem kvæSi fyrir siSa-
skipti.
1 Upphavet til den islendske œttesaga, Osló 1929.
2 Sem dæmi má nefna: „Dei tvo systrar," Maal og minne 1909, „Sogegrunn-
laget for ei islendsk folkevise," Mom 1914, „Nokre islendske folkevisor,"
Edda IV 1915, „Islendske folkevisor,“ Nordisk kultur IX, „Til spörsmálet
om dei eldste islendske dansekvæde," Arv, 1945, „Folkevisa om sjöfolk i
hungersnaud," Arv 1950.
3 Danmarks gamle folkeviser, Khöfn 1853 og síðar.
4 Ósló 1970.
B Hann virðist þar hallur undir þá hugmynd Eriks Eggens að ferkvæður
dansaháttur kunni að vera afsprengi ljóðaháttar, en bæði er hrynjandi í
þessum háttum afskaplega óskyld, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir þrem ris-
um í 3. og 6. vísuorði Ijóðaháttar, og ferkvæði hátturinn algengur í evr-
ópskum kveðskap frá 12. öld, svo þessi skýring virðist öldungis óþörf.
Meira virði eru dæmi sem Liestþl dregur saman um ljóðstafi í dönsurn,
einkum norskum og færeyskum. Mér virðist hann gera of mikið úr þeim
mun sem sé á íslenzkum dönsum annars vegar og norsk-færeyskum hins
vegar, en þó má vera að meira sé um meðvitaða viðleitni til stuölasetn-
ingar í norsk-færeyskum dönsum. Sennilegast er þó, ef munurinn er ein-
hver, að hann stafi af því að þar sé meira um formúlur.
8 „Um Ormar hinn unga, kappann Illhuga, bækur og dansa,“ Nordæla,
Rvík 1956.
7 „Færpysk-norsk i folkevisediktinga,“ Fróðskaparrit 18. bók.
8 „Knut Liestpl (1881-1952),“ Biographica. Nordic folklorists of the past,
Khöfn 1971.
9 Sjá einkum Albert B. Lord: The Singer of Tales, Cambridge Mass. 1964.