Skírnir - 01.01.1972, Page 190
UM BÓLU-HJÁLMAR
í ritdómi um bók mína „Hjálmar Jónsson í Bólu“ (sjá Skírni 1971, 173 ff.)
fræðir Eysteinn Sigurðsson mig um það, að eitt erindi úr einu kvæði Bólu-
Hjálmars muni hafa verið ort eigi síðar en 1866, en ekki 1874 eins og ég
hafði ranglega skrifað. Þar að auki opinberar hann, að tengdafaðir Bólu-
Hjálmars hafi verið Jónsson, en ekki, eins og ég hélt, Kráksson. Ég þakka
ritdómara þessar ábendingar, og vil um leið nota tækifærið til að ryðja úr
vegi fáeinum villum, sem auðsjáanlega hafa orðið honum að fótakefli við yfir-
ferð bókarinnar.
Til að byrja með vil ég leggja áherzlu á það, að bók mín er ætluð lesend-
um, sem hafa næstum enga þekkingu á íslenzkum bókmenntum eftir siða-
skipti, og litla eða alls enga þekkingu á íslenzkri tungu. Mér er ekki fyllilega
ljóst, af hverju Eysteinn Sigurðsson getur þessarar sérstöðu bókarinnar ein-
ungis lítillega, og tekur alls ekki tillit til hennar þá er hann axlar dómara-
hempuna.
Augljóst er, af hverju ritdómara brögðuðust ekki lokakaflar bókarinnar, sem
skrifaðir eru með tilliti til þeirrar skilningsauðgunar, sem þjóðfélagsleg og
sálfræðileg sjónarmið geta veitt bókmenntafræðingum við starf sitt. Eysteinn
Sigurðsson virðist sniðganga þá aðstoð, sem innsýn í sálfræði og þjóðfélags-
fræði býður bókmenntafræðingum. Mér þætti gaman að vita, hvernig hann
hugsar sér nútíma bókmenntafræði án hjálpar þessara og annarra hugvís-
indagreina.
Ég efast ekki um, að Eysteinn Sigurðsson búi yfir víðtækari þekkingu á
íslenzkum bókmenntum eftir siðaskipti en ég, þó ég geti líka leyft mér að
segja sem hann, að ég hef „lítillega fengizt við þetta sama efni..og a. m. k.
nægilega til þess að geta staðhæft, að það má líta á íslenzkar bókmenntir
þessa tíma frá fleiri sjónarhólum en einum. Tveir sjá betur en einn segir mál-
tækið. Því er leitt, að við skulum ekki hafa getað miðlað hvor öðrum af skiln-
ingi og mati á þeim staðreyndum um líf og ljóð Bólu-Hjálmars sem okkur
eru báðum kunnar.
Hvað tilraun minni til ritunar ævisögu Bólu-Hj álmars viðvíkur, skal bent á
síðu 22 ff. bókar minnar, þar sem ég geri grein fyrir því, sem fyrir mér vakti.
Þar er einnig sagt, hvað ég vildi forðast, sem sé „keine verháltnismássig
kiimmerliche Háufung von Daten, die nur zufállig durch eine Person namens
Hjálmar Jónsson zusammengehalten wiirden“ (bls. 27). Mér þótti arðvænlegra
að sýna, hvernig viss ævisöguleg atriði þjóðsögu myndast, hvaða öfl hafi þar
hönd í bagga, og að lokum þau áhrif, sem slík sagnamyndun kynni að hafa
haft á skáldið sjálft. Þessvegna var mér t. d. ferð til Skagafjarðar ekki síður
mikilvæg en rannsóknir á handritum í Þjóðskjalasafninu, þar sem ég hefði
varla getað grafið upp neitt nýtt á þeim stutta tíma, sem ég hafði aflögu.
Þó er það misskilningur ritdómara, að ég hafi ekki haft kynni af þýðingar-
mestu Ijóðum Bólu-Hjálmars í handriti. Því miður hafði ég eklci aðstöðu til
rannsókna á handritadeild Landsbókasafnsins, og varð ég því að sitja í lestr-