Skírnir - 01.01.1972, Síða 199
SKÍRNIR
RITDOMAR
197
Das alte Island skýrir eflaust margt fyrir þýzkum lesendum íslenzkra forn-
bókmennta. Bókin er gott yfirlitsrit um menningu þjóðarinnar á umræddu
méli. Höf. hefur tínt hér saman og rætt það helzta sem um sögu kndsins hef-
ur verið skrifað. Hann hefur þó ekki tekið með ýmsar nýrri skoðanir og hug-
myndir. Þar við bætist að höf. lætur oft í ljós hrifni yfir menningarafrekum
þessarar litlu þjóðar og gagnrýni hans á lieimildirnar er þess vegna ekki eins
vakandi. En menningarsaga og þjóðlífslýsing skýra bókmenntir aðeins frá
einni hlið. Að mínum dómi hefði verið æskilegt að höf. hefði gert þeim ræki-
legri skil. Slíkt efni fyllti þó eflaust aðra bók. En með henni hefði þýzkum
lesendum verið gerður meiri greiði.
Sverrir Tómasson
HULDA
Sagas of the Kings of Norway 1035-1177. AM 66 fol
Edited by Jonna Louis-Jensen
Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Vol. VIII
Rosenkilde and Bagger, Copenhagen 1968
Þessi ljósprentun á Huldu er fyrsti ávöxturinn af margra ára rannsókn-
um útgefanda á Noregskonungasögum. Sú gerð sem varðveitt er í Huldu og
systurhandritinu Hrokkinskinnu er samsteypa af textum Morkinskinnu og
Heimskringlu og nær yfir konungasögurnar frá Magnúsi góða til Magnúsar
Erlingssonar. Þau handrit sem samsteypan er eftir gerð eru glötuð, en hafa
verið gömul, sennilega frá 13. öld, en af því má ljóst vera að Huldu-textinn er
merkileg heimild um textasögu bæði Morkinskinnu og Heimskringlu. Utgef-
andinn, sem nú hefur tekið við prófessorsembætti í íslenzkum fræðum við
Hafnarháskóla, hefur haldið þessum rannsóknum sínum áfram, og mun innan
skamms birta bæði textaútgáfu af Huldu-Hrokkinskinnu og ýtarlega rann-
sókn á tilurð og textasögu þessarar gerðar konungasagna.
I inngangi að þessari ljósprentun lýsir útgefandi handritinu vandlega, gerir
grein fyrir helztu réttritunarsérkennum þess og því sem vitað er um feril þess.
Handritið er nú 142 hlöð, en framan af því hefur glatazt eitt 6-blaða kver, að
því er ráða má af Hrokkinskinnu. Það er sumstaðar dálítið skaddað af raka
og fúa og á nokkrum stöðum torlesið, en þar eru myndir teknar í útfjólubláu
Ijósi til mikilla bóta, eins og sjá má í þessari útgáfu. Handritið er allt skrifað
með sömu hendi, utan tvær línur sem síðar verður vikið að. Stefán Karlsson
hafði áður hent á að þrjú handrit eða handritabrot, svo og tvö bréf skrifuð á
Munkaþverá 1375, eru skrifuð með hendi eða höndum sem náskyldar eru skrif-
arahendinni á Huldu. Eitt handritsbrotið er vafalaust skrifað sömu hendi og
Hulda og hin ásamt bréfunum tveimur eru úr sama skriftarskóla, ef ekki verk
sama skrifara. Má því vafalaust ætla þessum skriftarskóla stað í Eyjafirði,
e. t. v. í klaustrinu á Munkaþverá; sennilega eru öll handritin skrifuð á þriðja