Skírnir - 01.01.1972, Síða 200
198
RITDÓMAR
SKÍRNIR
fjórðungi 14. aldar. Þessar niðurstöður útgefanda virðast óhagganlegar. Tvær
línur neðst á einni bls. eru skrifaðar með annarri hendi en meginmál og eru
síðar skráðar en upphaflegi textinn. Stefán Karlsson hafði veitt því athygli að
á þessum línum var hönd Magnúsar Þórhallssonar, annars skrifara Flateyjar-
bókar. Af þessu dregur útgefandi þá eðlilegu ályktun að Hulda hafi verið í
eigu Jóns Hákonarsonar í Víðidalstungu, sem lét skrifa Flateyjarbók, og að
það sé jafnframt skýring á því að einmitt konungasögurnar í Huldu voru ekki
skráðar í Flateyjarbók í upphafi (reyndar var sögu Magnúsar góða og Haralds
harðráða aukið í bókina um það bil öld síðar). Utgefandi bendir á að Jón
Hákonarson hafi haft sambönd í Eyjafirði, þar sem hann átti þar jarðir, m. a.
hálfa Grund, sem hann seldi 1398.
Ekki verður ferill Huldu rakinn frá Jóni Hákonarsyni, en um 1500 er hún
að öllum líkum enn í Húnaþingi. Síðar komst hún vestur á land, og er vitað
um eigendur hennar frá því um 1600. Hún var í lánum hjá ýmsum mönnum í
Borgarfirði á 17. öld, en það fór allt fram í mesta pukri, og af þeim sökum
gáfu Borgfirðingar bókinni nafnið Hulda, að því er Árni Magnússon segir.
En ekki slapp skinnbókin með öllu ósködduð úr þeirri huldumennsku, svo sem
áður var drepið á. Að lokum barst Hulda til Kaupmannahafnar og þar keypti
Arni Magnússon hana 1687, og var hún ein fyrsta meiri háttar skinnbók sem
hann eignaðist.
Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur meginatriði í innganginum, en þó
ærið til þess að sýna að í honum er mikill og nytsamur fróðleikur um hand-
ritið og sögu þess. Sérstök ástæða er til að benda á skipun handritsins í
ákveðinn skriftarskóla, sem fundinn verður staður og tímasetning. Með þeirri
ákvörðun hefur útgefandi skipað sér í hóp þeirra fræðimanna sem lagt hafa
drýgstan skerf til þvílíkra rannsókna, enda hefur hún notið góðrar aðstoðar
Stefáns Karlssonar einmitt á þessu sviði.
Margvíslegum vandamálum sem aðeins er tæpt á í inngangi þessarar útgáfu
verða vafalaust gerð ýtarlegri skil í þeim rannsóknum útgefanda sem birtast
munu á næstunni, eins og áður var getið. En með þessari útgáfu er lagður að
þeim traustur grundvöllur sem lofar góðu urn framhaldið.
Jakob Benediktsson
SKÁLHOLTSBÓK ELDRI
Jónsbók etc. AM 351 fol
Edited by Chr. Westerg&rd-Nielsen
Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Vol. IX
Rosenkilde and Bagger, Copenhagen 1971
Hér er Á ferðinni ljósprent af einu úr hópi stærstu, vönduðustu og bezt varð-
veittu miðaldahandrita íslenzkra, sem ekki hafa áður verið birt nema sýnishom
úr, og ljósmyndun og prentun hefur tekizt svo vel, að notandi mun varla þurfa