Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 201
SKÍRNIR
RITDOMAR
199
að leita til handritsins sjálfs við lestur textans, en hins vegar kann bleklitur
aS geta varpað ofurlítið skýrara ljósi á gerð bókarinnar, og trúlegt er að ráða
megi meir í máð spássíukrot en gert verður í ljósprentinu.
AM 351 fol. var eign biskupsstólsins í Skálholti, og það var lagt til grund-
vallar við Jónsbókarútgáfu Olafs Halldórssonar 1904. Hvorttveggja segir sína
sögu um gæði textans.
Inngangur Chr. Westergárd-Nielsen er 54 blaðsíður, og honum er skipt í
fjóra aðalkafla: sögulegt yfirlit, um efni handritsins, handritiS og stafsetn-
ingu þess og loks urn þau not sem fræðimenn hafa haft af bókinni.
Framan af fyrsta lcafla er fjallað um höfuðdrætti í þróun konungdæmis og
lagasmíðar í Noregi og öðrum norrænum konungsríkjum á 12. og 13. öld og
einkum rakin samskipti ríkis og kirkju. „In Iceland the situation was some-
what different", segir þar, og verður að telja hófsamlega að orði komizt, þar
sem sögunni víkur nú að Grágás. SíSan er fjallað um Járnsíðu, Jónsbók og
kristinrétt Árna biskups á sögulegum grundvelli.
Undir lok kaflans er drepið á prentun Jónsbókar 1578 og vitnað til merkrar
ritgerðar Peters Springborg í Afmælisriti Jóns Helgasonar, en hann sýndi
fram á að handrit af Snæfjallaströnd, sem Olafur Halldórsson stjórnarráðs-
fulltrúi hafði talið standa mjög nærri forriti útgáfunnar, væru miklu yngri og
frá útgáfunni runnin. W-N tekur fram að öruggt forrit útgáfunnar hafi ekki
fundizt, og hann setur fram þá skýringartilraun að notað hafi verið gamalt og
gott lögbókarhandrit Hólastóls, náskylt SkarSsbók, en að enginn hafi hirt um
að festa handritið saman aftur að prentun lokinni og því hafi það farið for-
görðum. E. t. v. verður þessi kenning ekki afsönnuð, en margt kemur annað
til greina: 1) Hólastóll átti fjórar lögbækur 1525, og séu þau öll glötuð, kynnu
þau að hafa týnzt með mörgu móti, t. a. m. fariS í sjóinn með Hannesi Þor-
leifssyni 1682. 2) Að vitnisburði útgáfunnar sjálfrar var hún „yfirlesin eftir
þeim réttustu og elztu lögbókum sem til hafa fengizt", en ólíklegt er að
prentarinn hafi sett eftir mörgum handritum samtímis, heldur er trúlegra að
fyrst hafi eitt prentsmiðjuhandrit verið gert úr garði á grundvelli fleiri liand-
rita, og ekki er ólíklegt að Jón lögmaður Jónsson, eftir hvers „bón og for-
lagi“ bókin var prentuð, hafi unnið slíkt prentsmiðjuhandrit. 3) I áðurnefndri
grein segir Peter Springborg: „Man er atter henvist til den tidligere, af ÓH
ikke ganske afviste opfattelse, at SkarSsbók, AM 350 fol, er forlæg for
udgaven; ialfald indtil der foreligger nye unders0gelser.“ Þær nýju rann-
sóknir, sem hér er lýst eftir, hafa ekki farið fram, en á þaS má minna, að
þegar Jónsbók var prentuð mun Eggert Hannesson hafa átt Skarðsbók, og
Eggert var um þessar mundir kvæntur þriðju konu sinni, Steinunni systur Jóns
lögmanns, svo að líklegt má telja að Jón hafi haft greiðan aðgang að bókinni.
I öðrum kafla er rakið efni Skálholtsbókar kapítula eftir kapítula í Jóns-
hók og síðan annað efni, réttarbætur, kristinréttur Áma biskups, kristinréttur
hinn forni, kirkjuskipanir o. fl. Hvarvetna em raktir prentstaðir og vísaS til
hliðstæðra texta í norskum lögum og rétti. Allt er þetta hið nytsamlegasta,
svo langt sem það nær, en þó að mikill hluti Jónsbókar sé tekinn eftir lands-
lögum Magnúsar lagabætis, er þó drjúgt efni sótt í Grágás - annað hvort beint