Skírnir - 01.01.1972, Page 202
200
RITDÓMAR
SKÍRNIR
eða um Járnsíðu - svo að ástæða hefði verið til að vísa til þessara íslenzku
hliðstæðna auk þeirra norsku.
í upphafi þriðja kafla er rætt um aldur handritsins. Efnis vegna getur það
ekki verið eldra en frá vetrinum 1359-60, en vöntun réttarbótar frá 1361 og
allra yngri réttarbóta og skipana þykir útgefanda benda til þess að það sé
ekki síðar skrifað en 1362. Hér er því um sjaldgæflega nákvæma tímasetningu
að ræða, sem að vísu hvað seinni tímamörkin snertir hvílir að nokkru á þeirri
forsendu að handritið sé skrifað í Skálholti. Það er reyndar líklegt, en þó
ekki víst, enda þótt sú hugmynd komi vel heim við efni handritsins og nafn
í spássíugrein sé vísbending um að það hafi verið í Skálholti á seinni hluta
15. aldar. Ef handritið væri skrifað utan Skálholts eftir forriti frá h. u. b.
1360, gæti það verið ofurlítið yngra, en stafagerð og stafsetning girða fyrir
að mörgum áratugum skeiki.
Handritið er bundið í tréspjöld, sem ásamt kili eru klædd skrautlegu brúnu
skinni. Áður hefur verið talið að þetta væri Skálholtsband, og W-N færir
sönnur á að svo sé og að bókin muni hafa verið bundin upp úr 1685. Jafn-
framt bendir W-N á að handritið sé svo vel farið að það hljóti að hafa verið
bundið áður, en á hinn bóginn finnur hann engin merki eldra bands. Þessu
virðist þó mega koma heim og saman: Þvert um kjölinn hafa legið sex
skinnræmur, sem nú hafa verið losaðar vegna ljósmyndunar bókarinnar. Sú
efsta og sú neðsta, sem hafa legið á spjöldunum utanverðum, eru skomar úr
blaði með nótum og latínutexta, en fjórar í miðið skera sig úr; þær eru
styttri, hafa legið á spjöldunum innanverðum og á þeim er „some Icelandic
text“, sem útgefandi greinir ekki nánar frá. Þetta íslenzka krot virðist vera frá
15. öld, og á einni ræmunni má lesa „.. .seigtr havkr bonde [ ? ] ....“, á ann-
arri sýnist vera villuletur, á þeirri þriðju mun standa ,,[Þ]essi bo[ra]d uoru
. .“. „Þessi bond voro sett . . .“, og loks er stafrófið á þeirri fjórðu. Á þess-
um ræmum hefur aldrei verið samfelld skrift, heldur em þær auðar að mestu,
og augljóst má vera að skinn með þvílíku lesmáli hefði ekki varðveitzt frá 15.
öld og fram undir 1700 nema því eins að það hefði verið blað í bók, sem
upphaflega hefði verið autt, ellegar spássíur blaða. Annar kostur er hins vegar
sá, að á þessa fjóra snepla hafi verið skrifað um leið og þeir vora settir í
bandið; til þess benda ummælin á einum þeirra, ef rétt eru lesin hér. Þá
hefur bókin ekki verið bundin í lok 17. aldar, heldur hefur eldra band verið
styrkt með skinnræmunum efst og neðst á kili og síðan klætt skinni. Haukar
era heldur sjaldséðir í heimildum frá 15. öld, en til gamans má minna á að
séra Einar Hauksson var ráðsmaður í Skálholti 1412-30, „er bæði var staðn-
um hallkvæmur og hollur" (Nýi annáll); að föður hans eða syni kynni að
vera vikið á einum sneplanna.
Frá bandinu er horfið að sjálfum innmatnum og allri gerð bókarinnar lýst
sem nákvæmast. Þó hefði verið ástæða til að taka fram að andlitsmynd í upp-
hafsstaf á f. lOvb, sem nefnd er með öðrum slíkum (bls. 30), er af allt öðru
sauðahúsi en hinar og getur alls ekki verið gerð af sama manni og þær.
Einnig hefði verið rétt að geta þess í rækilegri og íblásinni lýsingu á upp-
hafsstaf þingfararbálks, að Halldór Hermannsson hafði líka látið sér detta í