Skírnir - 01.01.1972, Side 204
202
RITDÓMAR
SKÍRNIR
gera grein fyrir stafsetningarkerfi skrifara (og frávika frá því, sem stundum
geta gefið vísbendingu um forrit eða talmál skrifara), svo að notendur text-
ans eigi sem auðveldast með að átta sig á hvaða túlkunarkostir felast í ein-
stökum ritmyndum. (Til dæmis má taka, að sá sem ekki veit að depill er
notaður sem lengdarmerki yfir sumum sérhljóðum í fyrirsögnum tæki e. t. v.
ekki mark á deplinum yfir u í fyrirsögninni vm kyr súga 55 vb fyrir kafla sem
m. a. fjallar um þann sem „leggst undir kýr manna og drekkur", enda hefur
Ólafur Halldórsson prentað Um kýrsuga í útgáfu sinni, en hér er trúlega um
að ræða orðið ,kýrsúgr‘, myndað af ,súga‘ eins og ,hausakljúfr‘ af ,kljúfa’.)
Slíkar stafsetningarlýsingar eru einnig til þess fallnar að skýra smáfleti í
heildarmynd íslenzkrar málsögu, sem enn er allmjög í þoku, og því er ekki
úr vegi að athugasemdir fylgi dæmum um þau stafsetningaratriði sem helzt
varpa Ijósi á málsöguna og að þau séu tengd öðrum vitnisburðum um sama
efni.
Segja má að útgefandi dragi fram flest þau stafsetningareinkenni handrits-
ins sem máli skipta, en hins vegar kann mati hans og tengingu við það sem
áður hefur verið ritað að vera ábóta vant í sumum greinum. Hér skal vikið
nánar að fáeinum atriðum.
Aðalskrifari Skálholtsbókar er einn þeirra fáu skrifara á síðari hluta 14.
aldar, sem nota 8 nokkuð reglulega (bls. 42) án þess að nota það jafnframt
fyrir ,d‘. Handritið ætti því að geta veitt mikilsverða vitneskju um hvað
breytingunni ,ð‘ > ,d‘ á eftir ákveðnum samhljóðum og samhljóðahópum líð-
ur í máli skrifarans. Af ummælum og dæmum W-Ns um einritað l í sam-
bandinu ,ld‘ < ,lð‘ (bls. 47) má ráða að þar sé einlægt skrifað d en ekki 8,
en þeirri spumingu sem hlýtur að vakna um stafsetningu hljóðasambandanna
,nð‘/,nd‘, ,mð‘/,md‘, ,lgð‘/,lgd‘ o. fl. er ósvarað.
Lesandi fær að vita (bls. 46) að sambandið ,eng‘ sé oftast nær skrifað
eing, en meðal fjegra undantekninga í h. u. b. 60 tilfellum eru tvö dæmi um
sagnmyndina fengi; notandi þarf sjálfur að fletta bókinni til þess að ganga
úr skugga urn hvort 3. km. tvöföldunarsagna af þessum flokki sé kannski
alltaf skrifuð með e - eða hugsanlega einhvern tíma með é - því að ,fékk‘,
,féngu‘ (,fiekk‘, fiengu') og hliðstæðar myndir vóm til á 14. öld við hlið
myndanna ,fekk‘, ,fengu‘ (,feingu‘).
1 greinargerð fyrir „norskum" einkennum segir að ekki sé að undra þótt
þeirra gæti, þar sem textinn sé af norskum uppruna og norskra áhrifa hafi gætt
mjög um það skeið sem handritið var skrifað. Ilér virðist mér að síðari skýr-
ingin muni vera nokkurn veginn einhlít, ef sleppt er tökuorðum sem borizt
hafa frá Noregi með textum sem bókin hefur að geyma. í þessu viðfangi hefði
þó verið rétt að huga að hvort „norskar“ ritmyndir kæmu nokkuð síður fyrir í
þeim hlutum bókarinnar, sem eiga sér innlendar rætur. Dreifing dæma um und-
antekningu frá reglu getur verið til vísbendingar um skýringarkosti: Þegar
þess er gætt, að sérstakt tákn fyrir ,œ‘, p með lyklcju, er notað í þrem fyrstu
,œ‘-orðmyndunum í handritinu (l)0ta, logbpkr, dfímdut), en síðan ekki nema
örsjaldan, liggur nærri að ætla að skrifari hafi hér séð sig um hönd, en hafi í
fyrstu fylgt forriti í þessu efni, sem þó þyrfti ekki að hafa verið norskt, því