Skírnir - 01.01.1972, Side 205
SKIRNIR
RITDÓMAR
203
að sumir íslenzkir skrifarar á 14. öld hafa veriS furðu naskir viS aS greina
,æ‘ og ,œ‘ í sundur, annaShvort vegna kynna af norsku eSa hugsanlega íhalds-
samri íslenzkri mállýzku.
Sumum málfræSingum hættir til aS skipa fleiru meS norskum ritmyndum í
íslenzku en ástæSa virSist til. W-N gengur ekki langt í því efni, en þó er t. d.
vafasamt aS flokka myndina vojn (— ,vópn‘) á þann veg, eins og hér er gert
(bls. 45), enda þótt hún eigi sér hliSstæSur í norsku; hér getur veriS um
öfugan rithátt aS ræSa, af því sprottinn aS ,f‘ hafi í sambandinu ,fn‘ haft lok-
hljóSsframburS í máli skrifarans.
Fyrir kemur aS stafsetningu er lýst heldur ónákvæmlega, t. d. þar sem segir
aS tvöföldun samhljóSa sem aS uppruna séu stuttir taki einkum til ,1‘ og ,n‘,
sé regluleg hvaS ,1‘ varSar, en birtist aSeins endrum og eins þegar um ,n‘ sé
aS ræSa (bls. 47). SíSan er á þaS bent aS eins og „mörg önnur gömul hand-
rit“ greini 351 á milli lld ( < ,ld‘) og Id ( < ,1S‘), en þess hefur láSst aS
geta aS regluleg notkun á ll fyrir ,1‘ er takmörkuS viS sambandiS lld, og ll
fyrir ,1‘ endranær mun væntanlega aSeins sjást í þeim samböndum sem W-N
nefnir dæmi um, þ. e. a. s. í forsetningunni ,til‘, sem stundum er rituS till,
og á undan ,t‘, en hvorki er bent á reglu eSa óreglu i því efni hvort ritaS er
llt eSa It. Notkun á nn fyrir ,n‘ virSist vera takmörkuS viS sambandiS ,nd‘
(,nt‘?), og svo er aS sjá sem nnd sé algengara en nd, en án reglu a. m. k.
hvaS snertir eldra ,nd‘. nnd er kunnast í þrænzkri skrift, en þessu stafsetn-
ingareinkenni bregSur einnig fyrir hjá þó nokkrum íslenzkum skrifurum, a.m.k.
um 1300 og á 14. öld. Ekki liggur þó fyrir vitneskja um hve lengi þessa rit-
háttar verSur vart í íslenzku eSa hvort hann er bundinn viS tilteknar mállýzk-
ur eSa skrifaraskóla, og þeirri spurningu er því ósvaraS, hvort rithátturinn sé
vitnisburSur um mállýzkubundiS framburSareinkenni íslenzkt, þ. e. tvenns kon-
ar ,n‘-framburS, eSa rittízku aS norskri (þrænzkri) fyrirmynd, sem e. t. v. hefSi
stungiS sér niSur í Skálholti og dreifzt eitthvaS þaSan.
Um andstæSuna llddd vitnar W-N til málfræSi Noreens 1923, en ekki
hefSi sakaS aS nefna jafnframt mun rækilegri greinargerS „Um tvenns konar
framburS á ld í íslenzku“ eftir Jalcob Benediktsson í Islenzkri tungu 2 (1960).
VíSar láist aS vísa lesanda á niSurstöSur nýjustu rannsókna eSa aS meta
vitnisburS Skálholtsbókar í ljósi þeirra. Svo er t. a. m. þar sem dregin er fram
fleirtölumyndin mennirnir í handritinu (bls. 49). Þar segir aS í fomíslenzku
sé einlægt notuS myndin ,menninir‘, en ,mennirnir‘ á 16 öld, og um þetta er
vitnaS til þriggja bóka, þeirrar yngstu frá 1925; þar eru raunar nefnd dæmi
um ,mennirnir‘ frá 15. öld, og á síSustu áram hafa veriS dregin fram dæmi
um þá orSmynd úr fáeinum handritum á aldur viS Skálholtsbók, svo aS ekki
er myndin eins óvænt hér og ætla mætti af orSum formálans.
I mállýsingunni eru dæmi prentuS af stakri nákvæmni og auk heldur haldiS
depli yfir y, prentaS engilsaxneskt / (sem raunar er einhaft í íslenzkum orS-
um, eins og viS er aS búast), krók-r og hátt s, en gildi smásmygli af þessu
tagi, þegar ljósprent fylgir meS, liggur ekki alveg í augum uppi, nema þegar
veriS er aS fjalla um notkun ákveSinna tákna.
Spássíugreinar eru einnig tíundaSar gaumgæfilega, en fæstar þeirra þó