Skírnir - 01.01.1972, Side 206
204
RITDÓMAR
SKÍRNIR
tímasettar. Einkanlega varpar ein þeirra ljósi á sögu bókarinnar, þar sem
ávarpaður er síra Arni Þorsteinsson, og á það er bent að maður með þessu
nafni er kirkjuprestur í Skálholti 1468. Tvær smávillur þykist ég hafa séð í
prentun spássíugreina: „leikmanni11 fyrir leikmonn«m“ 113va og „bædi“
fyrir „badi“ 114v. Loks sakni ég íslenzkra greina á öftustu síðu handritsins
innan um máð latínukrot, sem ekki hefur verið ráðið: „gud uere med þier
þoruardiír“ virðist þar skrifað um 1500, og neðst á síðunni eru a. m. k. sex
línur frá 16. öld, sem trúlega má lesa að mestu leyti í handritinu sjálfu. I
efstu línunum sýnist mér vera nefnd bók og einhver Hannesson, en í þeim
neðstu er vísa.
Ritdómara hefur orðið skrafdrýgra um ágalla á verkinu en kosti þess, eins
og oft vill verða, en fyrir honum hefur fremur vakað að fylla ofurlítið þá
mynd sem útgefandi bregður upp af Skálholtsbók og skrifurum hennar en að
kasta rýrð á verk hans.
WestergSrd-Nielsen hefur átt erilsama daga undanfarin ár af kunnum ástæð-
um, og vert er að fagna því, að hann skuli nú senda frá sér bók á nýjaleik,
og óska þess að honum gefist gott næði á komandi árum til nýrra fræðaiðkana.
Stefán Karlsson
THOMAS BREDSDORFF
KAOS OG KÆRLIGHED
En studie i islændingesagaers livsbillede
Gyldendals Uglebfíger. Kpbenhavn 1971
Höfundur reynir að lesa nokkrar þekktustu Islendingasögur niður í kjölinn
til að finna þá mynd sem þær sýna af lífinu og leitast síðan við að skýra
myndina sem hann sér með tilliti til tímans þegar þær voru skrifaðar. Hann
snýr sér vafningalaust að textunum eins og þeir eru varðveittir, - eða öllu
heldur eins og þeir eru prentaðir í íslenzkum fornritum - og því er eðlilegt
að ræða fyrst hvort skilningur hans á textunum sé réttur eða rangur, túlkun
hans sú eðlilegasta.
Bredsdorff er skarpskyggn lesandi og bók hans lengst af skemmtileg, þótt
hann sé stundum helzti ánægður með eigin kenningar. Eg gæti skrifað langt
mál um þá kafla bókar hans sem ég er að mestu eða öllu leyti sammála, en
skal ekki eyða rúmi til þess, né heldur til að ræða mörg smáatriði sem ég er
ósammála.
Tvær kenningar eða hugmyndir eru settar fram í bókinni og flestar grein-
ingar einstakra sagna gerðar til að styðja þær: kenningin um „hitt mynztrið“
(det andet mpnster) og um „íslenzku goðsögnina" (den islandske myte).
Höfundur telur að gagnrýnendur íslendingasagna hafi haft augun opin fyTÍr
því mynztri eða ferli sem hann kallar „fyrsta mynztur“, þe. að framgirni og fíkn