Skírnir - 01.01.1972, Side 208
206
RITDÓMAR
SKÍRNIR
hildur brjóta hvergi neinar félagslegar reglur um ástamál. Túlkun Bredsdorffs
á þessum þætti Egils sögu verður naumast kölluð annað en rangtúlkun.
A köflum finnst mér koma fram nokkur tvískinnungur hjá Bredsdorff um
það hvort hann fellir - eða telur að söguhöfundar felli - siðferðislega áfellis-
dóma yfir þeim persónum sem ekki fylgja reglum samfélagsins um ástamál.
Nærri bókarlokum hælist hann um að hafa skrifað svo langt mál um íslend-
ingasögur án þess að hafa notað orðið örlög, eftir að hafa sagt:
„Hvad disse islændingesagaer fortæller er at samfundet og det enkelte menn-
eske er konstrueret sádan at de to ikke altid passer sammen. Det er ikke sá
meget moralsk forkasteligt, som det er tragisk; det er ikke sá meget noget der
kan laves om pá, som det er - og nu kommer et ord som mange sikkert har
ventet længe - skæbne.“ (140)
Þrátt fyrir þessi hreystiorð bera mörg ummæli Bredsdorffs um fólk í Islend-
ingasögtrm - sem dæmi mætti taka Björgúlf í Torgum eða Þórdísi Súrsdóttur
- miklu meiri keim af siðferðislegum áfellisdómi en mér virðist sögurnar
gefa tilefni til.
Kaflinn um Njáls sögu heitir „Den islandske myte“, og víðar í bókinni er
vikið að þessari „goðsögn“. Bredsdorff telur að höfundar Islendingasagna og
samtímamenn þeirra hafi skynjað lífið í ljósi goðsagnar um eins konar sælu-
ríki eða sæluástand í fortíðinni sem hrynur vegna sjálfræðis þeirra sem vilja
ekki beygja sig undir reglur samfélagsins, en rís upp aftur þegar röð og
regla kemst á. Hann telur að kristnitaka og hið nýja vald kirkjunnar sem þá
kemur inn í samfélagið verði í sögunum tákn fyrir konungstöku 1262 og þá
von sem menn bundu við að konungsvaldið kæmi á friði og reglu.
Þetta síðara atriði er vafalítið rétt, hvort sem ástæða er tii að tala um „goð-
sögn“ eða ekki: í mörgum Islendingasögum kemur fram á ýmsan hátt von
manna um að hið nýja evrópska skipulag veraldlegra mála sem verið var að
koma á hér í lok 13. aldar og var rökrétt framhald kristnitökunnar, byndi
enda á óstjórn og ófrið Sturlungaaldar. Hitt er umdeilanlegra hvort lesa megi
úr sögunum nokkrar hugmyndir um sæluríki í fortíð. Aðeins í Laxdælu getur
Bredsdorff bent á dæmi slíks, þar sem er ríki Unnar djúpúðgu í upphafi
sögunnar. I Njálu vantar forsöguna, segir hann (96), en annars staðar í bók-
inni talar hann þó eins og goðsögnin sé heil á báðum stöðum (105).
Það er mikið álitamál hvort ekki er réttara að líta á upphaf og endi Lax-
dælu sem dæmi um frásagnartækni höfundar sem lætur frásögnina hefjast í
kyrrð og ró þar sem svipmikil kona gnæfir yfir sögusviðið og enda í svipuðum
tón. Bredsdorff hefur háðuleg orð um Th. Anderson fyrir að greining hans á
atburðarás íslendingasagna segi ekkert annað en þær séu epískar frásagnir
með upphafi, miðju og endi og þar komi fyrir hefndir. A sama hátt er auðvelt
að afgreiða goðsögn hans sjálfs, nema hvað hefndirnar hverfa þar alveg. Eina
ritið þar sem Bredsdorff getur fundið íslenzku goðsögnina ómengaða er Ætta-
samfélag og ríkisvald Einars Olgeirssonar, en skyldi ekki sæluríkishugmynd
Einars vera æðimiklu yngri en íslendingasögur?
Ritdómur þessi er etv. aðeins eitt dæmi þess sem Bredsdorff bendir á í