Skírnir - 01.01.1972, Síða 209
SKÍRNIR
RITDOMAR
207
bók sinni, að íslendingar séu tregir til að fallast á allar alhæfingar og ein-
faldanir staðhæfinga um íslendingasögur. En gallinn á alhæfingum hans er
ekki sá, að mínurn dómi, að hann einfaldi um of, heldur að röksemdafærslan
sem leiðir til alhæfinganna er of losaraleg og ekki alls staðar reist á eðlileg-
ustu túlkun textanna sem um er fjallað. Þegar Bredsdorff segir (145) að
ekki beri að hafna lýsingu hans - eða því módeli sem hann setur upp -
nema menn geti sett annað einfaldara í staðinn, er um augljósa hugsanavillu
aS ræða. Því fyrsta krafa er vitaskuld að módeliS gefi rétta en ekki ranga
mynd af því sem lýsa á.
Niðurstöður Bredsdorffs í Kaos og kærlighed eru ekki sérstaklega nýstár-
legar, amk. ekki þær sem hann rökstyður vel, en bókin er skemmtilegt og vafa-
laust gagnlegt framlag til umræðnanna um íslendingasögur.
Vésteinn Ólason
A. S. LIBERMAN
ISLANDSKAJA PROSODIKA
(íslenzk hljómfræði)
Izdatel’stvo Nauka, Leningrad 1971
Birting rits um íslenzka hljómfræði1 hlýtur aS teljast til merkisviðburðar.
Síðan doktorsritgerð Sveins Bergsveinssonar prófessors kom út árið 1941, er
varla hægt að segja, að þessu efni hafi nokkuð verið sinnt. Sú bók, sem þessi
ritdómur er helgaður, hlýtur því að verða íslenzkum málvísindamönnum kær-
komin. Höfundurinn, A. S. Liberman, er ungur sovézkur fræðimaður í Lenin-
grad, sem þegar er þekktur meðal fræðimanna fyrir ritgerðir sínar um ís-
lenzka liljóðfræði og almenna málfræði. Þetta rit er að stofni til doktorsrit
hans og var varið í Leningrad í maí 1972.
Kjarni bókarinnar er rannsókn á uppruna og eðli þess fyrirbæris, sem ís-
lenzkir hljóðfræðingar hafa nefnt aðblástur og valdið hefur mönnum heila-
brotum. Stefán Einarsson prófessor leit á „hin forblásnu samhljóð" sem ein-
kennilegustu hljóð í íslenzku (Um kerfisbundnar hljóðbreytingar í íslenzku,
bls. 20) og í svipaðan streng hafa fleiri tekið.
Með mjög nákvæmri og vandaðri heimildaúrvinnslu ber höfundur saman ís-
lenzka aðblásturinn og svipuð fyrirbæri í öllum hinum skandinavísku málun-
um. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að aðblásturinn sé atkvæðisáherzla,
líkt og raddbandalokhljóðið í dönsku (bls. 39). Aðblásturinn getur, sam-
kvæmt skoðun höfundar, ekki verið fónem, því að hann birtist í formi öng-
1 Hljómfræði er þýðing á „prosody, prosodika" í málfræðilegri og hljóðfræði-
legri merkingu.