Skírnir - 01.01.1972, Síða 210
208
RITDOMAR
SKÍKNIR
hljóða, sem ekki geta flokkazt undir sama fónem, og hann getur heldur ekki
verið deiliþáttur. Aðblásturinn verður því að flokkast sem hljómsviðsfyrir-
bæri (niveau prosodique) og skoðast sem atkvæðisáherzla.
Hér fer höfundur áreiðanlega villur vegar. Sú hugmynd, að aðblásturinn
myndist í formi ýmissa önghljóða, er alröng og kemur frá Buergel Goodwin.
Undirritaður telur sig hafa sýnt fram á í eigin rannsóknum, að aðblásturinn
sé ekkert annað en /h/ og þar af leiðandi fónem. Það þýðir, að hljóðfræðileg
rök höfundar fyrir túlkuninni á aðblæstri sem hljómsviðsfyrirbæri eru ekki
gild, sé miðað við nútímaíslenzku. Það er einnig rangt, að íslenzkt /h/ sé kok-
hljóð (bls. 41-42). í hæsta lagi væri hægt að segja, að það væri raddbandaöng-
hljóð, en síðustu rannsóknir á fráblæstri gefa þó fulla ástæðu til að efast um
það. Eini möguleiki til að skilgreina /h/ er þá sá að líta á það sem hluta af
loftsúlu, sem grannhljóðin leggjast að. Slík skilgreining, sem er að öllu leyti
neikvæð, myndi gera kleift að skýra hin fjöhnörgu afbrigði af /h/, rödduð og
órödduð, sem sjá má og heyra í talmáli og einnig aðskýra óstöðugleika/h/-sins
yfirleitt. Höf. leggur mikið upp úr því, að lengd aðblástursins sé mjög breytileg
(bls. 47-48). Það er rétt, en lengd aðblástursins er þó ekki breytilegri en
fyrir mörg önnur hljóð. Löng sérhljóð í íslenzku hafa t. d. meðallengd 22
hundraðshluta úr sekúndu, en fara hæglega niður í 8 (og jafnvel 4) hundraðs-
hluta úr sekúndu í eðlilegu tali. Aðra sönnun þess, að aðblásturinn er sam-
hljóði má sjá í því, að í nokkrum orðum geta verið ýmist þ, ð, f og aðblástur,
t. d. í þófta - þótta, fríðka - fríkka. Sennilega eru þessi tvö form uppruna-
lega úr ólíkum héruðum, en það gæti skýrt hljóðfræðilegan mun þeirra.
I kaflanum um áherzlu og lengd (bls. 13-34) hafa slæðzt inn nokkrar villur.
A bls. 33-34 er orðið hreppri, en á auðvitað að vera hreppi; orðið akkur er
naumast til nema í nefnifalli eintölu. Einnig er ólíklegt, að hressra geti haft
aðblástur. Undirrituðum er ekki kunnugt neitt aðblásturstilfelli fyrir framan
/s/. Sennilega eru frásagnir þeirra Bruno Kress og Stefáns Einarssonar um að-
blástur á undan /s/ og /ld/ á misskilningi byggðar. Orðið táplaus (bls. 46)
er sömuleiðis án aðblásturs.
Það er viðtekin venja að líta á hin forblásnu samhljóð sem löng. Þessari
venju fylgir höfundur, en þar eð hann hefur enga rannsókn við að styðjast,
grípur hann til óbeinnar sönnunar, sem er í aðalatriðum á þessa leið: orðið
lög er borið fram með önghljóði; orðið lögg er borið fram með lokhljóði;
þar af leiðir, að endasamhljóðinn í lökk er langur; ef hann væri stuttur, væri
hann borinn fram sem önghljóð.
Ekki verka rök höfundar sannfærandi í þessu efni. Ef það sjónarmið er
samþykkt, að aðblásturinn sé /h/, merkir lokhljóðið í lökk aðeins lokhljóð á
eftir önghljóði líkt og í hast, hefta, halda, þar sem engum myndi koma til
hugar að telja lokhljóðið langt. Sé þetta álitið óaðgengilegt, þá gleymir höf-
undur því, að á harðmælissvæðinu eru orð eins og legSi, sögðu, hafði borin
fram með lokhljóði (a. m. k. sums staðar), en með önghljóði á linmælissvæð-
inu. Engum dytti þó í hug að telja lokhljóðið langt í lokhljóðaframburðinum.
Rök höfundar fyrir lengd hinna forblásnu samhljóða geta því ekki staðizt í
þessu efni. Rannsóknir undirritaðs hafa sýnt, að samhljóðinn á eftir aðblæstri