Skírnir - 01.01.1972, Page 211
SKÍRNIR
RITDÓMAR
209
er ekki langur, a. m. k. ekki í sunnlenzku. Þessum rannsóknum er enn ekki
lokið, en frá árangrinum verður skýrt á sínum tíma.
Höfundur samþykkir ekki sem skýringu á aðblæstrinum í orðinu vitlaus þá
staðreynd, að orðið tilheyrir ekki lengur merkingarsviði orðsins vit. Þessi
merkingarlega ástæða hlýtur þó að vera mikilvæg. Hvorki vitlegur, vitmaður
né vitlítill hafa aðblástur vegna greinilegra merkingarlegra tengsla við orðið
vit. Sama má segja uin fleiri orð, svo sem kaup og kaupmaður. Þar er varla
hægt að finna á milli merkingarleg tengsl, og því er kaupmaður með að-
blæstri, en hins vegar ekki kauplaus og kauplítill. Auðvitað er ólíklegt, að
þessi rofnun merkingartengsla milli framangreindra orða sé eina orsök fyrir
aðblæstri í þeim. Sjá má, að ekki rofna merkingartengsl milli ýmissa beyg-
ingarmynda í mörgum orðum, þótt sum formin séu með aðblæstri, en önnur
ekki (t. d. í beygingu orða eins og lítill, gœtinn o. s. frv.), né milli orða eins
og strákur og stráklingur. Svo að notað sé orðalag höfundar, þá verður að
samþykkja, að aðblásturinn geti haft lengdartopp eins og önnur samhljóð.
Ella yrði að samþykkja atkvæði með stuttum sérhljóða + stuttum samhljóða,
en það er í nútímaíslenzku aðeins unnt í örfáum tilfellum og alls ekki í þeim,
sem hér um ræðir. Orð eins og lappa, hatta skiptast því þannig í atkvæði
/lah-pa, hah-ta/.
Höfundur hefur séð (bls. 51-56, 74), að ekki er hægt að líta á órödduðu
hljóðin l m n r sem afbrigði aðblásturs. En hann minnist ekki á helztu rökin
í því sambandi, sem sé þau, að þessi hljóð hafa sérstaka munnmyndun, en
það hefur aðblásturinn ekki. Ekki er hægt að fylgja höfundi í því, er hann
telur, að hinn svokallaði fráblástur samhljóða í enda orðs heyri til hljómsviðs.
I rauninni er ekki um neinn fráblástur að ræða í þess orðs eiginlegu merk-
ingu, heldur loftþrýstingsjöfnun í lok setningar. Þessi blástur fylgir öllum
hljóðum málsins, þar meðtöldum sérhljóðum, og er ósjálfrátt fyrirbæri án
merkingar (þ. e. rofnun lokunarinnar ein hefur merkingargildi). í setning-
um kemur þessi blástur ekki fram og er það talandi tákn þess, að honum
kemur ekki til nein málleg merking.
Til þess að skýra form enskra tökuorða í íslenzku stingur höfundur upp á
áherzluskema, þar sem hann talar um tvenns konar áherzlu: gravis (= að-
blástur) og akut (=án aðblásturs) (bls. 59). Ekki virðast rök höfundar þó
fyllilega sannfærandi. Það er rétt, að Islendingar bera fram ensku orðin
got og met með aðblæstri, en það gera þeir einnig, er þeir læra frönsku og
bera fram orðin mettre, apporter og önnur lík. Orðið got er auðvitað til í ís-
lenzku, þótt höfundur fullyrði, að svo sé ekki (bls. 60; höfundur á ef til
vill við, að framburðurinn [go:d] sé ekki til í harðmæli; hversu sem skilja
ber orð höfundar, þá breytir það engu, því að á linmælissvæðinu er fram-
burður ofangreindra enskra og franskra orða sá sami og á harðmælissvæðinu).
Sennilegast ber að álíta, að ensku orðin aðlagist að eftirtalinni orðmyndunar-
reglu: stuttur sérhljóði + h + lokhljóð, af því að íslendingar skynji sér-
hljóða þessara orða sem stutta, hver sem raunveruleg lengd þeirra annars
kann að vera. Hér er því urn að ræða aðlögun að ákveðinni gerð orða, en
ekki áherzlufyrirbæri.
14