Skírnir - 01.01.1972, Side 213
SKÍRNIR
RITDÓMAR
211
frá raddbandalokhljóði, en hins vegar ekki aðrir sainhljóSar, sem hafa
ákveðna munnmyndun. Dreifing vesturjózka raddbandalokhljóSsins (bls. 97-
101) er einnig undarlega samhliSa dreifingu íslenzka aSblástursins og svo er
einnig um sum fyrirbæri í norskum og sænskum mállýzkum. Kenning höf-
undar er því aS þessu leyti aSgengileg frá hljóSfræSilegu sjónarmiSi og hún
hefur mun meira skýringargildi en aSrar kenningar, sem snerta þetta efni.
Ýmis atriSi kenningarinnar þurfa þó betri athugunar viS. Þótt kenningin geti
þannig skýrt hljóSfræSileg atriSi nútímaíslenzku, þá felur þaS ekki í sér, aS
aSblásturinn sé áherzlufyrirbæri í nútímaíslenzku. Þvert á móti, þá er hér
um aS ræSa /h/, fullkominn samhljóSa og sambærilegan viS /h/ í öSrum
stöSum og aSra samhljóSa. Af þessari ástæSu ætti ekki aS tala um aSblástur,
heldur /h/ til aS forSast misskilning.
í heild má segja, aS verk Libermans sé mjög athyglisvert. Heimildasöfnun
og heimildaúrvinnsla eru til fyrirmyndar og öSrurn til eftirbreytni. Höfundur
hefur yfirgripsmikla og góSa þekkingu á efni sínu og einnig á íslenzkri tungu.
Þar, sem verk hans sýnir veika punkta, liggja ástæSumar ekki svo mjög hjá
höfundi sjálfum, heldur fyrst og fremst í ónógri þekkingu sumra atriSa ís-
lenzkrar hljóSfræSi og þar af leiSandi ofmati á sumum ónákvæmum lýsingum
í nokkrum heimildum. Birting þessa rits er mikilvægur atburSur í íslenzkri
hljóSfræSi, sem íslenzkir fræSimenn hljóta aS fagna. VerSleikar þess eru aS
koma meS heilsteypta og aSgengilega skýringu á mjög erfiSum atriSum, sem
raunverulega hafa aldrei veriS skýrS til hlítar. ASeins er þess aS óska, aS
þetta verk verSi eins þekkt og vel metiS eins og þaS verSskuldar.
Magnús Pétursson
Institut de phonétique
Strasbourg
M. I. STEBLIN-KAMENSKIJ
MIR SAGI
(Heimur Islendingasagna)
Izdatel’stvo Nauka. Leningrad 1971
I þessu yfirlætislausa riti er tekiS á kunnu efni á nýstárlegan hátt. Höfundi
segist svo í formála: „Þessi litla bók fjallar um andlegan heim íslendinga-
sagna, markverSustu verka íslenzkra bókmennta og sérstæSustu verka frá miS-
öldum Evrópu. Mjög mikiS hefur veriS ritaS um þessar sögur, og þær hafa
veriS ágætlega rannsakaSar frá mörgum hliSum. En hinn andlegi heimur
þeirra, þ. e. einkum túlkun hugmynda um sannleika, mannlegan persónuleika,
form og innihald, gott og illt, tíma og rúm, líf og dauSa hefur lítt dregiS aS
sér athygli fræShnanna.“
Bókin skiptist í sjö kafla. Skal nú í stuttu máli lýst efni þeirra.
Fyrsti kafli nefnist „Er skynsemi í bókmenntasögunni?“ Ilöfundur ræSir
í þessum kafla um þann mun, sem er á bókmenntaverkum frá liSinni tíS