Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 214
212
RITDOMAR
SKÍRNIR
og öðrum fornminjum. Bókmenntaverk eru aðeins andlegur veruleiki skynj-
aður í gegnum tákn og merki, en aðrar fornminjar eru bæði andlegar og
áþreifanlegar. Bókmenntimar eru því hluti af andlegum heimi þess fólks,
er þær skóp, og er því óhj ákvæmilegt að skynja þennan andlega heim.
Jafnvel einföldustu hugtök svo sem sannleikur, sál, gott o. s. frv. hafa aðra
merkingu nú en áður fyrr. Þar af leiðir, að nútímamenn lesa forn verk ætíð
í þýðingum, þ. e. þeir gefa þessum og öðrum hugtökum þá merkingu, sem
þau hafa í nútímamálinu. Fornum höfundum eru þannig gerð upp hugtök og
hugsanir, sem þeir gátu ekki haft. Til að skilja forn verk verða nútímamenn
því að gera sér grein fyrir í hverju felst mismunur nútímahugtaka og sam-
svarandi hugtaka liðinnar tíðar. Aðeins þannig er hægt að öðlast skilning á
fornum bókmenntum.
í öðrum kafla, er nefnist „Hvað er sannleikur?", athugar liöfundur sann-
leikshugtak íslendingasagna og ber það saman við sannleikshugtak nútíma-
manna. Nútímamenn aðgreina tvenns konar sannleika, vísindalegan sannleika,
þ. e. nákvæma lýsingu staðreynda, og hins vegar listrænan sannleika. Aðeins
hinn vísindalegi sannleikur er raunverulega sannleikur; hitt er list, enda
þótt skörp mörk liggi ekki milli þessara beggja gerða sannleika. Þessi tví-
skipting sannleikshugtaksins var hins vegar ekki til í vitund fólks í hinu forna
íslenzka þjóðfélagi. Aðeins var til heildarsannleikur, sem spannaði yfir all-
ar gerðir sannleika. „Sá, sem sagði frá heildarsannleika, stefndi í senn að
nákvæmni og endurspeglun lifandi fjölbreytni liðinna tíðar“ (bls. 17). Að
fornu var sannleikshugtakið því víðara, líkast því sem það er nú til dags í
andstæðunni sannleikur - lygi. Með þetta í huga verða vísindamenn nútím-
ans að varast að leggja hinum fornu höfundum til hugsanir, sem þeir gátu
ekki haft. Skáldskapur í Islendingasögum er falinn skáldskapur, þ. e. sá skáld-
skapur, sem höfundar sagnanna gátu leyft sér innan rnarka hins óskipta sann-
leika. Innan sannleikshugtaksins að fornu rúmaðist þannig allt líklegt og
sennilegt. I munnlegri geymd jókst hlutfall skáldskapar í samræmi við þann
tíma, sem liðinn var frá því að sögurnar gerðust unz þær voru færðar í
letur. Þannig er aðeins stigsmunur á fornaldarsögum og íslendingasögum, en
ekki eðlis. I konungasögunum hefur sögulegur sannleikur hins vegar fremur
yfirhöndina. Þar fyrir ber þó ekki að telja konungasögurnar sérstaka bók-
menntagrein, heldur eins konar ölduhreyfingu innan hins forna sannleikshug-
taks. Stefnt er að því að auka hróður eins konungs líkt og í biskupasögunum
er stefnt að því að auka hróður kirkjunnar. Sérkenni íslendingasagna liggja
því í því, að þær eru óskiptur sannleikur eins og hinar munnlegu heimildir.
Þriðji kafli nefnist „Hvar eru takmörk mannlegs persónuleika?" Þar segir
að af frásagnarstíl íslendingasagna megi fá nokkra hugmynd um andlegan
heim þess fólks, sem sögurnar urðu til á meðal. Nátengt þessu vandamáli er
og höfundavandamálið. Vísindamenn nútímans ganga út frá því, að sögurnar
séu ritaðar af höfundum í nútímaskilningi. Spurningin er hins vegar sú, hvað
sögurnar voru álitnar vera. Ef þær voru álitnar sannleikur, getur sá, sem þær
ritaði þá talizt höfundur þeirra? Hinn forni heildarsannleikur felur í sér, að
höfundarhlutverkið er ómeðvitað. „En það, að höfundarhlutverkið er ómeð-