Skírnir - 01.01.1972, Page 217
SKÍRNIR
RITDOMAR
215
Enginn efi er á, að sérhver bókmenntafræðingur myndi hafa hag af lestri
hennar og raunar hver sá, scm hefur áhuga á menningarsögu yfirleitt. Það er
álit undirritaðs, að leita ætti eftir heimild höfundar og útgefanda til að þýða
verkið og gefa það út á íslenzku. Betra framlag til raunhæfs mats á íslenzkum
menningararfi er vafasamt, að hægt sé að gera nú, þegar 1100 ára afmæli Is-
landsbyggðar er skammt undan.
Magnús Pétursson
A. JA. GUREVIC
ISTORIJA I SAGA
(Sagnfræði og saga)
Izdatel’stvo Nauka, Moskva 1972
Þetta verk fjallar um gildi Heimskringlu sem sagnfræðilegrar heimildar og
jafnframt um stöðu Heimskringlu meðal sagnfræðilegra heimildarita miðalda.
Verkið skiptist í 12 kafla, sem nefnast: (1) Heimskringla og Snorri (bls.
5-22), (2) Tími í Heimskringlu (bls. 23-41), (3) Spádraumar og sýnir (bls.
42-51), (4) Gæfa eða forsjón (bls. 52-62), (5) Dauðinn og frægð eftir dauð-
ann (bls. 63-73), (6) Goðsagnir og sagnfræði (bls. 74-81), (7) Hinn full-
komni stjórnandi (bls. 82-99), (8) Konungurinn og þjóðin (bls. 100-117), (9)
ísland og Noregur (bls. 118-125), (10) Sannleikur og skáldskapur (bls. 126-
144), (11) Frá sögu til sagnfræði (bls. 145-165), (12) Heiðindómur kristinna
manna eða kristindómur heiðinna? (bls. 166-175).
Svo sem sjá má af undanfarandi upptalningu kafla bókarinnar, þá kemur
höfundur víða við og ræðir málin frá mörgum hliðum. Sums staðar má greini-
lega sjá áhrif af kenningum prófessors Steblin-Kamenskij s. Höfundur leggur
áhei'zlu á sérstöðu Heimskringlu meðal líkra verka frá svipuðum tíma og með
mikilli skarpskyggni rekur hann hugmyndir þær, er hann álítur Snorra hafa
haft um ríkið og sambandið milli íslands og Noregs. Að áliti undirritaðs eru
kaflar 8-12 athyglisverðasti hluti ritsins. Kafli 11 er sérstaklega mikilvæg-
ur, því að þar rekur höfundur sagnfræðihugtakið á tímum Snorra og hjá
Snorra sjálfum. Grundvöllur til skilnings á verkuin frá fornöld íslands er, að
þessi hugtakamismunur sé mönnum Ijós og meðvitaður. Höfundur túlkar svo
í lok bókarinnar markmið sitt með þessari rannsókn: „Markmiðið, sem vér
höfðum sett oss, var ekki að ákveða þann stað, sem konungasögurnar skipa í
þróun sögulegrar hugsunar, heldur að uppgötva í þeim hið mikilvæga svið
heimstilfinningar og heimsmyndar hinna fornu Skandínava. Vér vildum skýra
nokkra þætti menningar þjóða Norðurevrópu á því tímabili, þegar hlutverk
þessara þjóða, og framar öllu íslendinga, var sérstaklega mikilvægt“ (bls.
175).
Höfundur getur þess í alhugaseind á bls. 185, að liann mundi mjög gleðjast,
ef bók hans yrði tekin sem sönnun þess, að nauðsyn beri til að þýða Heims-
kringlu á rússneska tungu. Hvort sem talið verður, að höfundur hafi náð