Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 218
216
RITDÓMAR
SKÍRNIR
þessum tveimur markmiðum sínum eða ekki, þá er þó hitt víst, að hann hefur
unniff gott og mikið verk.
í lok bókarinnar eru athugasemdir og tilvitnanir (bls. 176-185), viffauki
(bls. 186), ritaskrá (bls. 187-188) og mjög gagnleg nafnaskrá (bls. 190-197).
Bókin er myndskreytt teikningum ýmissa listamanna. Prentun og frágangur
allur eru til fyrirmyndar.
Magnús Pétursson
EINAR ÓL. SVEINSSON
NJÁLS SAGA
A Literary Masterpiece
Lincoln, University of Nebraska Press, 1971
Það KANN að þykja djarft hjá byrjanda í fomíslenzkum bókmenntafræðum
að leyfa sér að gagnrýna rit Einars Ólafs Sveinssonar A Njálsbúð: bók um
mikið listaverk (Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1943). En nýút-
komin ensk þýðing eftir Paul Schach er mér tilefni til aff taka bók próf. Ein-
ars Ólafs Sveinssonar til endurskoffunar. Tilgangur minn hér er ekki aff ræffa
gildi skoðana hans, sem væri vifffangsefni fyrir mér hæfari lesendur, heldur að
gagnrýna vísindalega aðferff bókarinnar, effa nánar tiltekið skort hennar á
heimildafærslu.
Ein tegund af ónógri heimildafærslu er, aff próf. Einar Ól. Sveinsson hirðir
oft ekki um aff nafngreina þá fræffimenn, sem komið hafa fram meff skoðanir,
sem í bókinni er drepið á. T. d. heldur hann því fram, aff „bardagalýsingar
sögunnar, sem era mjög illræmdar vegna þess hve vopnaskiptum sé ókunnug-
lega lýst, sýna viff nánari athugun mikið ímyndunarafl“ (bls. 49). Þaff
kemur sér mjög illa fyrir lesanda, sem kynni aff hafa áhuga á bardagalýsing-
um í Njálu og þyrfti aff finna, hvaff og hvar hefði verið um þær ritaff, aff hér
skuli vanta nöfn fræðimanna og tilsvarandi bókfræðilegar upplýsingar um rit
þeirra. Tilvitnanir af líku tagi, óljósar og án heimilda, fylla bókina: „Ekki
ætla ég mér þá dul aff fara að gerast einhvers konar verndari Njálssögu, eins
og sumra er siffur" (bls. 5); „Margir hafa hneykslazt á þessum þáttum, sem
valda því, aff affalsöguhetjurnar koma ekki fram fyr en í 19. og 20. kap. ...“
(bls. 39); „Þaff er auffvelt aff nefna dæmi þess, aff menn hafa látiff leitina aff
sannfræði sögunnar villa sig, svo að þeir litu ekki réttu auga mannlýsingarnar
eins og þær eru“ (bls. 66); „Eða menn hafa ort inn í eyffur sögunnar“ (bls.
66); „Aðrir hafa orðiff sem frá sér numdir af að horfa á eitt og eitt atvik, svo
aff þeir hafa skýrt menn í Ijósi þess án þess aff gefa gætur að öffrum frásögn-
um um þá...“ (bls. 66-67). En jafnvel þegar próf. Einar Ól. Sveinsson getur
um nafn fræffimannsins, lætur hann oft undir höfuð leggjast að tilgreina titil,
útgáfuár og útgáfustað heimildarinnar: „Andreas Heusler segir á einum staff,