Skírnir - 01.01.1972, Síða 220
218
RITDOMAR
SKIRNIR
máli. Þyí til þess að sýna fram á þá kenningu, að villur hafi slæðzt inn í
Njálu vegna þess að höfundurinn réði ekki við efni sitt, þarf próf. Einar Ól.
Sveinsson að nefna nákvæmlega þær heimildir, sem höfundur vann úr og
hvernig hann vék frá þeim. E. t. v. ættu sérfræðingar auðvelt með að fylgja
röksemdum próf. Einars Ól. Sveinssonar eftir, en bókin lítur ekki út fyrir að
vera skrifuð fyrir þá, og þessi grein gæti að óþörfu ruglað lesendur, sem væru
að nálgast þessi fræði í fyrsta skipti. Ennfremur kemur slík ónákvænmi í með-
ferð frumheimilda í veg fyrir, að fjallað sé á fullnægjandi hátt um eitt af
höfuðvandamálunum í rannsóknum á Njálu, hlutverk lögfræðinnar í sögunni.
Niðurstaða próf. Einars Ól. Sveinssonar um lögfræði í Njálu, að höfundur hafi
verið sambland af sagnfræðingi og áhugamanni, lætur sannarlega mörgu
ósvarað. (Sjá nokkrar viðbótarathugasemdir um lögfræði í Njálu á bls. 152.)
Galla Á Njálsbúð ber þeim mun meir að harma vegna yfirburða próf. Einars
Ólafs Sveinssonar „sem fremsta sérfræðings í Njáls sögu“, svo að vitnað sé til
orða Turville-Petres í formála ensku þýðingarinnar.
Frederick J. Heinemann
IIALLDÓR LAXNESS
YFIRSKYGÐIR STAÐIR
Ýmsar athuganir
Helgafell, Reykjavík 1971
Yfirskygðir staðir (1971) er tíunda ritgerðasafn Halldórs Laxness - að ótöld-
um ferðabókunum tveimur frá Rússlandi, I Austurvegi (1933) og Gerska
œfintýrinu (1938), og minningabókinni Skáldatíma (1963). Ritgerðir og ræð-
ur - „ýmsar athuganir“ - hafa þannig verið mjög mikilvægur þáttur í rit-
höfundarferli hans. Skoða má þessar bækur sem aukavinnu milli hinna stærri
verka. En samt myndu þær nægja til að skipa honum í öndvegi íslenzks
menningarlífs á þessari öld.
En ritgerðir Halldórs eru ekki hvað sízt ómetanlegar heimildir um mann-
inn og skáldskap hans. Þær veita manni oft innsýn í atburði og hugmynda-
heim skáldsagnanna. Það er eins og að líta sem snöggvast inn í verkstæði
listamannsins, og öðlast dálitla hugmynd um efnivið hans og vinnubrögð.
Einn aðalþátturinn í hinni nýju bók er löng ritgerð á dönsku um Svavar
Guðnason; en hún hefur áður verið birt sem sérstakt rit (Vor tids kunst. 67.
Gyldendal, Kpbenhavn 1968). Sá sem hér heldur á penna er mjög ófróður
um nýtízku málaralist, og hefur takmarkaðan skilning á golfrönsku þeirri,
sem oft er notuð í skrifum listgagnrýnenda. En Laxness finnst mér hafa lag á
að fjalla um slík efni á þann hátt, af öruggri þekkingu en um leið persónu-
lega, að venjulegur listunnandi hefur unun af og finnst hann skilja margt
betur en áður. Það er sennilega ekki hvað sízt strangur agi hans í lýsingum,
sem hefur þessi hollu áhrif. Sem þjálfaður rithöfundur er Halldór alltaf á