Skírnir - 01.01.1972, Side 223
SKIlíNIR
RITDOMAR
221
í vatr í nafni heilagrar þrenningar og lesa yfir þeim saltara. En ætli þeir hafi
ekki haft einhverjar hugmyndir um siðferði, alveg einsog forngyðingar eða
forngrikkir mörgum öldum fyrir Krists burð? Og ætli þeir hafi ekki fengizt
svolítið við að yrkja vísur og jafnvel segja sögur, áður en þeir fóru að syngja
sálma eða lesa reyfara af Karlamagnúsi? Hvað um íslendinginn sem sam-
kvæmt Morkinskinnu á að hafa sagt Haraldi harðráða sjálfum alla „útfarar-
sögu“ hans, eftir að hafa áður numið hana af öðrum manni heima á Alþingi?
Það er ekki vitað, og varla sennilegt, að sá Islendingur hafi verið mikill
klerkur, eða að hann hafi verið lesinn í latneskum kronikum. Samt hlýtur
hann að hafa haft lag á að setja saman langa sögu, tengja atburð við atburð,
ekki ósvipað og til dæmis flestar íslendingasögur. Og hversvegna hefði hann
ekki átt að kunna það?
í athugunum sínum á fornkvæðum, einsog Hávamálum, Völuspá og Sona-
torreki, gerir Laxness mikinn mun á „fólklor" annarsvegar og „akademískum"
kveðskap hinsvegar. Þannig finnst honum Hávamál 1-83 skyld fólklor: „Þjóð-
fræðileg einkenni" eru þar „víða augljós“ (23). Aftur á móti dæmir hann
öðruvísi um hina kunnu vísu „Svo bar Helgi / af hildíngum / sem íturskap-
aður/ askur af þyrni“ o.s.frv.: „Svona kveðskapur er í senn akademískur og
snildarlegur" (22). Á sama hátt er Sonatorrek í „augum nútímamanna“
„greinilega ,akademískt‘ kvæði en ekki þjóðvísa" (42); höfundur þess „er
umfram alt lærður maður og hámentað skáld; og varla sjóræníngi" (43).
Með þessu er Halldór auðvitað að gefa í skyn, að kvæði einsog Sonatorrek
geti alls ekki verið ort af Agli Skallagrímssyni á 10. öld, heldur löngu seinna.
Andstætt „fólklor11 getur „akademískt" kvæði ekki verið ort fyrr en á ritöld,
af „lærðum manni".
En þessi skipting, í „fólklor“ og „akademískan" kveðskap, er varla eins
einföld og sjálfsögð og Laxness virðist gera ráð fyrir. Hvað um dróttkvæðin
yfirleitt? Ef nokkur kveðskapur, fyrr eða síðar, er „akademískur“ í skilningi
Halldórs, þá hlýtur það að vera þessi. En nú er vitað um dróttkvæða vísu á
rúnasteini (Karlevi, Eyland) frá kringum árið 1000. Það er vonlaust að reyna
að gera dróttkvæðan kveðskap með tölu að framleiðslu latínulærðra manna.
(Þarmeð yrði um leið Snorra-Edda gerð að einhverju mesta - og bezt heppn-
aða - bókmenntasvindli sem sögur fara af.) En ef svo er, hversvegna gæti þá
ekki kvæði einsog Sonatorrek - undir kviðuhætti, einföldum í samanburði við
dróttkvætt - verið eldra en ritöld? Sem sagt, Laxness virðist halda að engin
veruleg skáldmennt, engin „akademía", hafi verið hugsanleg í norrænum lönd-
um nema innan vébanda latínu og kristins dóms. Slík skoðun er harla ósenni-
leg, enda ósönnuð með öllu.
Sú ritgerð í Yfirskygðum stöSum, sem kemur næst því að fjalla um almenn
stjórnmál, er ,Mankilling is the King’s game’, upprunalega birt í The New
York Times 18. marz 1971. Einu sinni enn, einsog svo oft áður, lýsir Laxness
þar viðbjóði sínum á stríði, þó á frekar óbeinan og tempraðan hátt. Hér getur
vel verið falin sneið til Bandaríkjamanna í sambandi við stríðið í Víetnam;
a. m. k. er á einum stað vísað til nútíma „battle descriptions, including death-
rolls (anemic impersonal body counts; Hill No. this or that)“ (147). En ann-