Skírnir - 01.01.1972, Side 224
222
RITDÓMAR
SKÍRNIR
ars er afstaða höfundarins gersamlega hlutlaus. Hann neitar líka að sjá or-
sakir styrjalda í slíkum hlutum sem „different ideas, diverging Weltanschau-
ungen, colliding philosophical, economic or theological theories“ (149). Einsog
víða í seinni bókum hans kemur hér í ljós megn óbeit á öllum föstum skoð-
anakerfum. En hvað er þá stríð, af hverju stafar það? Greinin endar á sam-
anburði á stríði og holdsveiki. Höfundurinn minnir á holdsveikt fólk í Aust-
urlöndiun, þar sem það situr á gangstéttunum „sticking out at you their rot-
tening limbs proudly, hatefully, defyingly, as if saying: ,We are holy. We
alone belong to God.‘ To leprosy there is only one side, the side of leprosy.
There you have a circumscription of war as good as any. War is the leprosy of
the human soul. As in leprosy, there is only one side in war, the side of
war“ (151).
í mínum eyrum hljóðar þetta frekar sem véfrétt en sem lýsing eða skil-
greining á hugtakinu stríð. En ef til vill á að skoða grein þessa í heild sinni
sem nokkurs konar „black humour“? Skáldið Halldór Laxness er ekki allur
þar sem hann er séður. Það mætti nota um hann sjálfan orð hans í þessari bók
um höfund Jómsvíkingasögu: „en kunstner som aldrig blotter sig“ (174).
Peter Hallberg
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON
HREIÐRIÐ
Heimskringla, Reykjavík 1972
Roskinn rithöfundur lætur fullgert skáldsöguhandrit fyrir róða og hættir rit-
störfum um árabil. Á þögn hans og undarlegu atferli koma fram „miðlungi
góðviljaðar skýringar". Þegar hann loks hefst handa að nýju, er heilsa hans á
þrotum. Innan skamms er hann allur.
Sagan hefur nafn af aðalmótífi sínu: þrastahreiðrinu á eldhússvölunum hjá
Lofti, sem virðist rugla rithöfundinn svo gersamlega í ríminu, að hann gleymir
köllun sinni: að kryfja mannfólkið og afhjúpa, svo að brestir þess blasi við
öðrum til viðvörunar. Og bókin ber undirtitilinn varnarskjal, sem leiðir hug-
ann strax að þeirri spurningu, hver vera muni andi hennar eða þema. Fljótt
verður ljóst, að það er ekki hegðun Lofts, sem þarf vamar við, heldur þögn
hans. Hvað olli henni? Þrastastandið hrekkur skammt til skýringar, enda varir
það aðeins skamma hríð, byrjandi sjúkleiki sömuleiðis, því að slíkt tilefni
þagnar væri í sjálfu sér naumast umtalsvert, hvað þá efni í bók. Hvort tveggja
má þó eiga sinn þátt. En aðalrökin liggja dýpra í sögunni eða á bakvið hana,
lesandinn verður að skýra þau sjálfur með því að leggja saman tvo og tvo,
því að hinn einfaldi sögumaður, frændi Lofts og sporgengill, skilur þau aldrei.
Og raunar verður að segja hið sama um ýmsa gagnrýnendur, sem um söguna
hafa fjallað.