Skírnir - 01.01.1972, Síða 225
SKÍRNIR
RITDOMAR
223
Manngerð Lofts er skýr. Sem raunhyggjumaður og rithöfundur setur hann
manninn sjálfan í brennidepil rannsókna sinna og analýsu og telur skyldu
sína að leiða í ljós staðreyndir um hann, „hversu ískyggilegar sem þær kynnu
að vera“, og leyfa ekki „trú, kenningu og skoðun ellegar tilfinningu, ímynd-
unarafli og fegurðarskyni að ráða miklu um samningu bókar...“ En þegar
hann hefur skrifað í þessum anda, sýnist honum það ekki harla gott. I hreið-
urgerð þrastanna birtist þessum eljusama leitanda allt í einu sjálft lífsundrið
í nærsýn, rannsókn þess vekur nýjar spurningar, sem leiða smám saman til
þess, að grundvöllur fyrri verka verður honurn ófullnægjandi. Lesandi fær
lúmskan grun um, að hann leggist djúpt í leit að lögmálum tilverunnar og
hlutverki rithöfundar. Fugl er annað og meira en líffræðileg analýsa leiðir í
Ijós. Hann býr yfir margháttaðri kunnáttu og þekkir sinn vitjunartíma. Hegð-
un hans er hluti af sköpunarverkinu, þar sem ákveðin lögmál ríkja ofar öðru.
Og mannleg vandamál birtast í breyttu Ijósi. I 23. kafla bókarinnar er Loftur
aftur á sviðinu, breyttur að ýmsu, svo að hann kemur sögumanni á óvart í af-
stöðu til manna og málefna. Síðar kemur á daginn, að hann er tekinn til við
nýja bók. Hann gefur lítið út á það, hvcrs konar rit sé á ferðinni, en hitt
vekur athygli lesanda, að hann kveðst vona, að grundvöllur þess sé „eftir at-
vikum traustur“. Leitin hefur borið árangur.
En hugmyndir Lofts um hlutverk og vanda rithöfundar eiga hér einnig and-
hverfu sína, sem túlkuð er í kaffihússhjali bókmenntafrömuða. Munurinn felst
m. a. í því, að hinir síðarnefndu byggja skoðanir sínar á viðmiðun, saman-
burði bókmennta, en ekki sjálfstæðu fagurfræðilegu mati: Rithöfundur verð-
ur umfram aUt að losa sig við gamlar hefðir, svo sem aldamótarómantík, og
beita nútímalegri vinnubrögðum, helzt fylgja fordæmi erlendra samtímahöf-
höfunda. Tal þeirra einkennist af dómhörku og léttúð, einn eða tveir hafa
öngva skoðun. Þessi þáttur sögunnar minnir á skopmynd. Hér er eitt dæmi
af mörgum um andstæður sögunnar, sem ákvarða byggingu hennar þrátt fyrir
episkar meginlínur. Grunnurinn er íslenzkt þjóðfélag í dag, umhverfið Reykja-
vík. Lesandi hrærist með fólki einfaldra lífshátta, sem veit, hvað rúgbrauð og
soðning kosta og á með ýmsum hætti í vök að verjast gagnvart andstæðu sinni:
burgeisalífi, fullu af fyrirgangi og erindisleysu, eltingaleik við stundargæði og
nautnir. Klofnunin nær inn í mennina sjálfa, og er sögumaður sjálfur skýrasta
tákn hennar. Þegar andlega leiðsögn „frænda" þrýtur, verður hann áttavilltur
og hyllist til að leita sér fyrirmynda í frægum skáldritum erlendum, sem hann
hefur aflað sér, „sumpart eftir vísbendingum ókunnugs manns, sonar stórridd-
ara með stjömu (sjá greinar hans um erlendar bókmenntir)". I þessum bók-
um veður pornografían uppi, sömuleiðis kynvilla, geðtruflanir, morð, eiturlyf
að ógleymdri hreinsun líkamans á salerninu, svo að nokkuð sé nefnt. Uttekt
þessara bóka, tíu að tölu, er líkleg til að valda ýmsum klígju, en samt hygg
ég, að þeirra líkar muni auðveldlega finnast í heimi raunveraleikans ásamt
lofi gagnrýnenda fyrir hreinsldlni og snilld í lýsingum. Ljóst er af öllu, að þessi
bókmenntatízka er fleinn í holdi höfundar, gagnvart henni og ýmsu öðru í
sýktu menningarlífi fær varnarskjalið öfugt forteikn. En í þessum þáttum
verður ádeilan nokkuð einhæf, svo að sagan slaknar við, horf og hneigð of