Skírnir - 01.01.1972, Side 226
224
RITDOMAR
SKÍRNIR
augljós til þess aS hún haldi þeirri dýpt, sem annars er einkenni hennar.
Sumum hefur vaxið í augum bölsýni þessarar bókar, en því má ekki gleyma, að
sögumaðurinn, tákn nútímamannsins, áttar sig að endingu, er hann tekur þá
ákvörðun að hætta að lesa gegnum gler annarra og skrifa undir dulnefnum,
en tjá þann veruleika, sem honum sjálfum er hugstæður, enda þótt í hann
leggist, að veturinn verði harður.
í fábreyttum bókmenntaheimi okkar er það ævinlega nokkur viðburður,
þegar ný skáldsaga kemur frá hendi höfundar, sem um langt skeið hefur skipað
sæti í röð þeirra, sem bezt rita íslenzka tungu, ekki sízt þegar liðin eru 17 ár
frá hinni næstu á undan. Þessi viðburður verður þó enn merkari fyrir þá sök,
að Hreiðrið stenzt fyllilega þann samanburð, sem óhjákvæmilega beið þess,
bæði við beztu skáldsögur síðustu ára svo og fyrri verk höfundarins. Vinsæl-
ustu verk Ólafs, svo sem Vorköld jörð, Litbrigði jarðarinnar, að ógleymdum
ýmsum smásögum, munu þó flestum hugnæmari skáldskapur, en raunar er
samanburður við Hreiðrið óhægur sökum þess, hve ólíkt það er þessum verk-
um. Tvímælalaust er þetta bezta lýsing Ólafs á borgaralegu umhverfi og um
leið merkur áfangi í viðleitni íslenzkra rithöfunda að fjalla um lífið í höfuð-
staðnum. Þótt Ólafur virðist hafa mætt bókmenntanýjungum síðustu tíma
með nokkurri tortryggni, eru hér auðsæjar nýjungar í sagnagerð hans, sem
bera merki samtímans. I eldri verkunum er hin episka bygging að jafnaði
sterk og einföld, en hér er hún flóknari þrátt fyrir fáar persónur og einfalda
atburði. í Hreiðrið hefur hann borið margt og fléttað saman af ótæpum hag-
leik líkt og þrestirnir. Hann hikar ekki við laustengda útúrdúra, og segja má,
að í stað fastrar ytri byggingar komi alls kyns grunkveikjur og tákn, sem í
senn styrkja heild sögunnar og dýpka merkingu hennar. Af þessu leiðir, að
Hreiðrið þarf að lesa vandlega og oft eins og allar góðar bækur.
Oskar Halldórsson
INDRIÐI C. ÞORSTEINSSON
NORÐAN VIÐ STRÍÐ
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1971
Árin fyrir hernámið 1940 og sjálf hernámsárin þar á eftir eru Indriða G.
Þorsteinssyni hugleiknir tímar í sögum hans. Þetta er líka tímabil sem býður
skáldsagnahöfundi freistandi viðfangsefni. Með hernáminu hefst skeið stór-
felldustu og örustu breytinga í íslenzku þjóðlífi og atvinnuháttum. Þjóðin er
skyndilega hrifin úr doða fátæktar, atvinnuleysis og seinlátrar atvinnuþróunar
inn í stríðsgróða, hraðfara verktækni og nýstárlega sambúð við fjölmennt, er-
lent setulið. Þessi peninga- og tæknialda skall óvænt yfir og hlaut að gera sín
vart á eftirminnilegan hátt víða í íslenzku þjóðlífi.
I mannlíf þessara ára sækir Indriði efnivið í sögur sínar. Það er honum