Skírnir - 01.01.1972, Side 229
SKÍRNIR
RITDÓMAR
227
og spillingu hersetunnar, en áróður hans skýzt þó yfir markið vegna stóryrða.
Væntanlega á þetta að vera skopstæling á glamrandi slagorðum úr þeim her-
búðum, en um leið er höfundur sífellt að klifa á því hversu ljótur og grimmur
þessi bannsettur ritstjóri er, og sú ofmálun slævir skopið.
En kommaritstjórinn er ekki eini andófsmaðurinn gegn hernáminu og upp-
lausnaráhrifum þess. Nikulás Sölvason neitar að yfirgefa síldarvon og sjó-
sókn til að gerast gervismiður hjá Bretum. En áhöfnin á bátnum yfirgefur
hann og fer í bretavinnuna, allir nema Jói tangó sem fylgir sínum gamla
skipper og geldur fyrir það með lífi sínu að lokum. Atökin milli þjóðlegs at-
vinnurekstrar og skyndigróðavonar hernámsvinnunnar er ákjósanlegt sögu-
efni, og höfundi tekst mjög vel með uppgjörið milli Nikulásar skipstjóra og
áhafnarinnar.
Frásagnarstíl 1 Indriða G. Þorsteinssonar er hefðbundinn, en orðfærið
er oft nýstárlegt, hnyttið og kaldhamrað. Hann virðist forðast málaleng-
ingar og orðavafstur. Sögumaður er yfir og allt um kring, en stundum er
hann að kafa í sálardjúpin og ausa upp hugsunum sögupersónanna. Þetta er
ekki vandalaust, og hefur mörgum höfundi orðið hált á því. Þótt bein ræða í
sögunni sé raunsæ og trúverðug, þá er hætt við málalengingum og stílrofum
þegar sögumaður fer að rekja hugsanir í hrjósti sögufólks. Þetta tekst þó
oftast áfallalaust í Norðan við stríð, einkum varðandi Jón Falkon. Það er
helzt hugsunarþula Nikulásar sjómanns sem stingur í stúf við orð og æði
þessa falslausa manns. „Það er nú einu sinni svo, að ungar stúlkur vilja eiga
líf sitt sjálfar og sóa því jafnt í harðbýlismenn og hetjur án hugsunar um
ávinning eða ríkmannlega framtíð undir sól náðarinnar.“ Þegar fólk er farið
að hugsa með allt öðru málfari en það talar, þá er eitthvað bogið við frá-
sagnarstílinn.
Höfundi er sérstaklega lagið að lýsa sorglegum atvikum og hinztu örlögum
dramatískt og væmnislaust, þannig að úr verði einföld en sterk sögulok, svo
sem síðasta flug norska flugmannsins og endalok fiskiróðurs þeirra Nikulásar
og Jóa tangó. Sögulokin eru myndrík og eftirminnileg og raunar opin. Það er
skilizt við allar helztu persónur í miðri önn, þannig að vel mætti hugsa sér að
sagan héldi áfram í einhverri mynd í annarri bók. Nægur er efniviðurinn, og
ekki er þróun hernámsins síður forvitnileg eftir að hlutverki Tjallans lauk og
„úrvalsliðið“ frá Ameríku tók við.
En hvað sem Indriði G. Þorsteinsson hefur hugsað sér um framhald, þá
hefur hann aukið hróður sinn með þessari sögu. Styrkur hennar er einfaldlega
sá að hún er skemmtileg aflestrar. Frásögnin mótast af sérdeilis mannlegum,
góðlátlegum og glettnum stíl. Atburðarásin er hröð og vakandi og persónulýs-
ingar yfirleitt vel heppnaðar. Lýsingar sviðs og atburða eru jafnan með raun-
sæju látleysi á yfirhorðinu, en undir niðri vakir ísmeygileg hnyttni, sem oft
nýtur sín vel í orðfæri höfundar. Söguefni frá hernámsárunum er líka forvitni-
legt fyrir marga, og allt hlýtur þetta að hjálpast að til að efla Norðan við
stríð að vinsældum og langlífi.
Eysteinn Þormldsson