Skírnir - 01.01.1972, Page 230
HANNES PÉTURSSON
RÍMBLÖÐ
Ferhend smákvæði
Helgafell, Reykjavík 1971
Hannes pétursson er eitt vinsælasta nútímaljóðskáld okkar, og hver ný
bók frá honum hefur jafnan verið ljóðunnendum fagnaðarefni. Þegar í fyrstu
ljóðabók sinni, KvœSabók (1955), kom hann fram sem fullþroska skáld, og var
henni tekið með slíku lofi, að þess eru vart dæmi um fyrstu ljóðabók ungs
skálds frá því Svartar fjaðrir Davíðs Stefánssonar komu út 1919. Næstu ljóða-
bók Hannesar, I sumardölum (1959), var tekið mun fálegar, Stund og staSir
(1962) fékk að verðleikum góðar viðtökur, en Innlönd (1968) þótti tvímæla-
laust hans bezta ljóðabók til þessa.
Fimmta ljóðabók Hannesar, RímblöS, kom út í fyrra.
Eins og áður, skiptir Hannes Ijóðunum í kafla, og eru hlutar þessarar bókar
sex, hver með sitt meginviðfangsefni eða þema, en gegnum hana alla skerst
sá tónn, sem þegar kvað við í Kvæðabók og náði hámarki í Innlöndum, tónn
feigðar og dauða. Og á lokakvæði hvers kafla má líta sem niðurstöðu hans.
Kvæði fyrsta hluta fjalla um stríð, í öðrum hluta ríkir stef tíma og rúms,
þriðji hluti hefur að geyma kvæði ort við ákveðin tækifæri, fjórði og fimmti
hluti eru tilbrigði um vanmátt mannsins, tilgangsleysi og tortímingu, sjötti og
síðasti hluti er lielgaður Islandi og skáldum þar. Allt kunnug yrkisefni úr
fyrri bókum.
Með nafninu RímblöS og undirfyrirsögninni Ferhend smákvœSi leggur
Hannes áherzlu á þann stakk, sem hann sníður ljóðum þessarar bókar. Eink-
unnarorð hennar eru tvö erindi eftir þýzka skáldið Gottfried Benn, sem varpar
þar fram spurningu um merkingu þeirra fjötra, sem að hálfu eru gerðir af
orði, að hálfu af mynd og að hálfu af útreikningi, þ. e. um áhrif eða gildi
hefðbundins ljóðforms. Ef til vill er Hannes að glíma við svarið, og mætti þá
líta á Rímblöð sem tilraun til endurnýjunar því hefðbundna ljóðformi, sem
Steinn Steinarr lýsti fyrir tveimur áratugum dautt (í Lífi og list 1950).
Fram til þessa hafa ljóð Hannesar verið í frjálsu formi, haft ótaktbundna
hrynjandi, mislangar ljóðlínur og óreglulega erindaskipan. Stuðla og rím hef-
ur hann farið frjálslega með, en þess í stað styrkt byggingu ljóðanna með
endurtekningum orða eða setninga og meitluðu myndmáli. Þannig hefur hon-
um tekizt að sameina gamalt og nýtt, sem allt lýtur einni stjórn, stílþörf og
kröfum efnis hverju sinni. Og ég hygg, að það sé ekki hvað sízt í þessum form-
töfrum, sem list ljóða hans hefur verið fólgin.
Rímblöð er hins vegar hefðbundin ljóðabók í strangasta skilningi. Öll eru
ljóðin ort undir ferhendum háttum, stuðlasetning fer eftir bragfræðilegum regl-
um, hrynjandi er sömuleiðis reglubundin, og síðast en ekki sízt skipar enda-
rímið öndvegissess.
Áhrifamáttur ríms er fólginn í því, að sömu hljóð eru endurtekin með
ákveðnu millibili og orka á tilfinningar okkar á sama hátt og tónlist. Hlut-