Skírnir - 01.01.1972, Síða 231
SKÍRNIR
RITDÓMAR
229
verk þess er tvíþætt. í fyrsta lagi bragfræðilegt, lýtur að ytri gerð ljóðsins.
Rímið markar lok ijóðlína, tengir þær saman í erindi og treystir með því
heild þeirra. Hefur það alltaf verið sterkasti þáttur í hrynjandi og byggingu
hefðbundinna ljóða. I öðru lagi lýtur rím að innri gerð ljóðsins, hinni merk-
ingarlegu. Orð fá aukinn kraft, þegar þeim er stillt upp hverju á móti öðru.
Við það skapast eftirvænting hjá lesanda og spenna, sem getur leitt af sér
ýmis hughrif, svo sem undrun og hrifningu, cf vel tekst til með rímorð og
það svarar til eftirvæntingarinnar, en vonbrigði og leiða, ef rímorðið er lág-
kúrulegt.
Formeigindir ljóðs skipta þá aðeins máli, að þær séu samofnar heildar-
merkingu þess, og því nær rím mun listrænni tilgangi því meir sem báðir
þættir þess skerast. A þessu hefur þó oft viljað vera mikill misbrestur í
stranghefðbundnum Ijóðum, sem krefjast ríms með ákveðnu regluföstu milli-
bili án tillits til stílþarfar, og það er einmitt vegna þessa, sem svo mörg nú-
tímaskáld hafa hafnað rími sem úreltum fjötrum.
Rím kemur fyrir í öllum Ijóðabókum Hannesar Péturssonar. I fyrri ljóða-
bókunum, Kvæðabók og I sumardölum, telst mér svo til, að það komi fyrir
í um 75% ljóðanna, en lækkar niður í 35% í seinni Ijóðabókunum, og þar ber
þess einnig að gæta, að í Stund og stöðum ber rím uppi heil ljóð, eins og
t. a. m. sonnetturnar, en í Innlöndum eru rímorðin dreifðari og færri, rímið er
þar fremur stílbragð en uppistaða.
I öllum þessum bókum fer Hannes meistaralega með rím, en líklega hvergi
betur en í Haustvísu í sinni fyrstu bók, ljóði, sem er íslenzk hliðstæða Wand-
erers Nachtlied eftir Goethe og engu síðra:
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
í dimmunni greinirðu
daufan nið,
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni...
Hér sjáum við, hvernig bragfræðilegt og merkingarlegt hlutverk ríms falla
hvort að öðru. Hannes bruðlar ekki með rím, notar það aðeins í fjórum Ijóð-
línum af átta, og alls ekki reglulega. Myndir ljóðsins og náttúruskynjun -
flá, fölnuð stör, vegur, dimma, daufur niður, á, vað - vísa á þema þess, dauð-
ann. Rímorðin nú : þú undirstrika hið óumflýjanlega, að nú sé þinn tími kom-
inn. Flánni í fyrstu Ijóðlínu fær enduróm í ánni, síðasta orði ljóðsins, og með
því hverfist ljóðið til upphafs síns, öðlast órofa heild, jafnframt því sem rímið
dýpkar táknrænt inntak orðanna. I fyrri hluta ljóðsins eru rímorð þrjú, en að-
eins eitt í síðari hlutanum. Einnig þetta skiptir máli fyrir jafnvægi Ijóðsins,
jafnt í merkingarlegum sem bragfræðilegum skilningi. I orðinu ánni er kjarni
kvæðisins og lausn fólgin, það vegur því þyngra en önnur orð og þarfnast mót-
vægis í rímorðum fyrri hlutans.