Skírnir - 01.01.1972, Page 232
230
RITDOMAR
SKÍRNIR
Fleiri Ijóð vitna um svipaða meðferð Hannesar á rími. Benda má á Á slóð-
um Völsungu, Jón Austmann ríður frá Reynistaðabræðrum og Axlar-Bjórn í
Kvæðabók, Þú spyrð mig um haustið, 1 veizlulok og Haustlitir í fjöllunum í
í sumardölum, Útlegðin og Til nýs áfanga í Stund og stöðum og Framtíð, Ald-
intré, vetrarmjöll og Upphaf í Innlöndum.
I Rímblöðum er fjölbreytni ríms og rímskipanar mikil. Flest liafa ljóðin
venjulegt hefðbundið endarím, af þeim tæpur helmingur rím í hverri Ijóð-
línu, en nokkru fleiri þó aðeins rím í annarri hverri línu. Nokkur ljóðanna
hafa óreglulegt rím, eins og t. a. m. Hjá leiði, þar sem gerð er tilraun með
skothendingar með rímorðunum: félli : helli : fullu — munn : minna : brunn.
Og skemmtileg rímþraut er í ljóðinu Áramót:
Flugeldaskraut! líkt og skartgripabúðum
sé skotið í loft upp mörgum í röð
og splundrist þar allar í einni svipan.
Ofan hrynur hið gneistandi skrúð!
Kvöldmyrkrið hopar, það hniprar sig utar
í heiminum, snöggvast. Við störum til lofts
allir jafn glaðir, því eldarnir tindra
fyrir alla jafnt, þar á hver sinn hlut.
Og stjörnurnar gleymdar um stund bak við skrautið
stjörnuskraut sem er hrapinu merkt.
I sýningarlok munu ljós þeirra birtast -
í langferð um dauðann, á markaðri braut.
Tveggja atkvæða orð fyrstu Ijóðlínu rímar við eins atkvæðis orð síðustu
línu, búðum : skrúð - utar : hlut - skrautið : braut, önnur og fjórða ljóðlína
mynda skothendingar; röð : skrúð - lofts : hlut - merkt: braut, og loks eru öll
erindin þrjú tengd saman með sérhljóðshálfrími þriðju Ijóðlínu hvers erindis,
svtpan : tindra : birtast.
En sé litið á rím Rímblaða með hliðsjón af heildaráhrifum ljóðanna, kemur
í Ijós, að það gerir lítið annað en að byggja upp ytra form. Það samræmi,
sem gætti í fyrri bókum, er hér aðeins að finna í örfáum ljóðum. Eitt þeirra er
Á landtanga:
Ég vil standa hér
þegar styrjöldin hefst -
á þessum stað
þegar styrjöldin hefst.
Astæðan dylst
þar sem orð ná ei lil
og máð eru burt
öll merkingarskil.