Skírnir - 01.01.1972, Side 233
SKIRNIR
RITDÓMAR
231
Ég vil standa hér
þegar stríðsfréttin berst
nákvæmlega hér
þegar heimurinn ferst.
Með tvítekningu rímorðsins hejst í fyrsta erindi fæst spenna, sem er haldið
við með berst í þriðja erindi og nær hámarki í niðurstöðunni, heimurinn ferst.
Annað er Norðurströnd, sem lýkur svo, með áherzlu rímorðanna á því, sem
í lífinu verður ekki höndlað, aðeins grunað:
Fékk ég örstund í augum lians grunað
öldunnar mýkt og djúpsins unað.
I Ijóðinu Hnikun má sjá sambland af góðu rími og vondu:
Árin flytja mig
áfram og lengra.
Um sérhverja athöfn
verður sífellt þrengra.
Slokknuð að baki
er hin bjarta dögun.
Af hringlaga turni
fær hugmynd hver lögun.
Og veggir hans nálgast.
Hvar nema þeir staðar?
Ég heyri þá koma
æ hraðar, æ hraðar!
Rímorðin lengra : þrengra vekja í upphafi athygli á, að mynd ljóðsins er
ekki samstæð, fyrirbrigði, sem Snorri kallar nykrað og segir spilla. í einni
og sömu mynd er hreyfing áfram og um leið inn á við, og því er ekki í síð-
asta erindinu Ijóst, hvort veggjunum, sem eru hringlaga, er ætlað að þrengja
að lífi mannsins eða elta það. Allt að einu fá lokaáhrifin, biðin milli vonar
og ótta eftir dauðanum, sem nálgast, aukinn kraft við andstæðurnar staðar:
hraðar, og þeim mun meiri þar sem seinna rímorðið er tvítekið, stílbragð,
sem við könnumst við frá Á landtanga.
En sjaldnast skipta rímorðin inntakið máli umfram önnur orð. Og bókina
gegnsýrir vanarím, þ. e. rímorð, sem í tímanna rás hafa verið notuð í slíku
óhófi, að þau hafa smám saman glatað ferskleika sínum og eiginleikanum að
koma á óvart. Rím eins og Ijós : rós, ós : Ijós, ósa : rósa, vor : spor, daginn : bœ-
inn, koja : soja, hring : kring, geimsins : heimsins, slóð : blóð, öll: mjöll,
hljótt: nótt, hljóð : Ijóð, sungu : tungu, streymir : dreymir, mest: bezt, sorg :
borg hefur fyrir löngu sungið sitt síðasta í íslenzkum kveðskap.