Skírnir - 01.01.1972, Qupperneq 235
SKIRNIR
RITDÓMAR
233
Þú namst þau orð sem englarnir sungu.
Þú ortir á máli sem brann á tungu.
Ottinn fangstaðar á þér missti.
Alnánd: þú gekkst við hliðina á Kristi.
Rímorðin orka hjákátlega í heilagri andakt þessarar upptalningar á verð-
leikum séra Hallgríms. Forsetningin á kemur óþægilega oft fyrir og fær m. a. s.
sérstaka áherzlu með því að bera stuðul í þriðju línu: Óttinn fangstaðar á
þér missti. Rímskipanin á þér missti : á Kristi er vandræðaskapur, sem ekki á
sinn líka í samanlögðum kveðskap Hannesar. Hér er sem oftar í þessari bók
engu öðru um að kenna en þvingun þeirra formfjötra, sem skáldið fær augljós-
lega ekki notið sín í.
Til ljóðs verður að gera ýtrustu kröfur, eðli þess er að vera eða vera ekki.
Ljóð er jafnvæg heild, sem einn hjáróma tónn getur rofið og eyðilagt. Það er
sagt, að ævistarf beztu skálda sé sex til átta fullkomin ljóð, hin Ijóðin séu
bara áhugaverð sem gögn um sögu og þróunarferil skálds þessara fáu. Svo
mun um Rímblöð. Þau eru eftirtektarverð tilraun til endurvakningar hefð-
bundins kveðskapar, hvort sem þau reynast endanlegur prófsteinn á ummæli
Steins eða ekki. Að ljóðunum sex til átta leitum við í öðrum ljóðabókum
Hannesar Péturssonar, og þar ekki til einskis.
Helga Kress
JÓHANN HJÁLMARSSON
ÍSLENZK NÚTÍMALJÓÐLIST
Almenna bókafélagið 1971
Islenzk NÚTÍMALJÓðlist er safn blaðagreina, sem birtust í Lesbók Morg-
unblaðsins á árunum 1968-1970. Þessa er þó hvergi getið í bókinni, sem hefði
verið skylt, því að nafnið villir á henni heimildir. Þetta rit er ekki byggt á
neinni rannsókn viðfangsefnisins, eins og látið er líta út fyrir, og vantar allan
fræðilegan grundvöll. Því er ætlað það hlutverk að útskýra fyrir almenningi ís-
lenzka nútímaljóðlist, en er vita gagnslaust til þeirra hluta, og gerir oft beinan
skaða með sínum órökstuddu fullyrðingum, klifunum og hleypidómum.
í inngangi segir, að bókin nái til ársins 1969, en við athugun kemur í ljós,
að svo er ekki. I stað þess að lýsa því, sem nýtt hefur komið fram í íslenzkri
ljóðagerð á því tímabili, sem bókinni er ætlað að spanna, nýjum viðhorfum,
nýjunt skáldum og nýjum Ijóðum, velur Jóhann Hjálmarsson þann þægilega
en ónýta kost að taka fyrir nokkur skáld fædd 1931 eða fyrr og rekja feril
þeirra hvers um sig án nokkurra tengsla við það bókmenntalíf, sem þeir hrærð-
ust í. Af þessari fæðingarársaðferð leiðir og, að ekki er fjallað um Ijóðagerð
þeirra skálda, sem komið hafa fram á síðustu árum og eiga sinn þátt í að
móta síðari hluta tímabilsins. T. a. m. er Þorsteins frá Hamri að engu getið,
þótt árið 1969 hafi verið komnar út eftir hann fimm Ijóðabækur, hver annarri