Skírnir - 01.01.1972, Síða 236
234 RITDÓMAR SKÍRNIR
athyglisverðari. I þessu riti er ekki stefnt að neinu rnarki, og það gefur enga
heildarsýn um íslenzka nútímaljóðlist, þróun hennar og stöðu.
Síður bókarinnar fyllir höfundur ineð því að endursegja efni hvers Ijóðsins
á fætur öðru í óbundið mál, með einskisverðum athugasemdum inn á milli.
Hann leggur mat á ljóðin eftir efni þeirra og gerir sér augljóslega enga grein
fyrir því grundvallaratriði, að innihald og form ljóða eru samtvinnuð heild.
Ekki virðast honum heldur vera ljós algengustu stílbrögð í ljóðum, eins og
t. a. m. þessi ummæli bera með sér: þótt mynd þess (þ. e. ljóðsins) sé skýr, er
þaS táknrænt (440, rétt eins og eðlilegra væri, að tákni fylgdi óskýr mynd.
Dæmi um röklausar athugasemdir og túlkauir Jóhanns má finna á hverri blað-
síðu, hér verða fá að nægja. Um ljóðið Bros eftir Jónas Svafár segir: Að ís-
lenzkt skáld skuli velja sér aS yrkisefni jafn-nútímalegt fyrirbrigSi og tyggi-
gúmmí, vitnar um tengsl þjóSarinnar við umheiminn, rofna einangrun (177).
Ljóð Hannesar Sigfússonar Mr. Dulles á sjúkrabeði fær þessa einkunn: A
líkan hátt og ofsatrúarmenn miSalda nutu þess að sjá þá menn brennda á báli,
sem þeir töldu haldna af djöflinum, finnur Hannes fróun í því að yrkja níð
um deyjandi stjórnmálamann, sem ekki er á sömu línu og hann (147). Ljóðið
Vor eftir Stein Steinar gefur Jóhanni tilefni til eftirfarandi klausu: Einhver
segir líklega: Þetta er málverk. Já, rétt er það, gæti svarið verið, mikilfeng-
legustu málverk eru líka oft bókmenntir (77).
Ekki virðir höfundur það frumskilyrði í fræðilegum vinnubrögðum að skil-
greina þau hugtök og fræðiheiti, sem hann notar, hvað þá marka þeim svið í
ritinu. Hvergi gerir hann grein fyrir, hvað átt sé við með orðinu nútímaljóðlist,
en þennan óskilgreinda nútíma notar hann samt óspart sem mælikvarða á
skáldskapinn. Algeng eru ummæli sem þessi: Þó get ég ekki varizt þeirri hugs-
un, að fá eða engin nútímalegri Ijóð hafi verið ort á Islandi (11); tœkni
skáldsins hefur orðið nútímalegri (62); Að mínu viti er þetta Ifóð dæmigert
nútímaljóð (166); Mér finnst hann meira nútímaskáld en áður (205); Ijóða-
gerð beggja hefur þróazt í æ nútímalegri átt (207); Hólmgönguljóð eru
vissulega nútímaleg bók, en þó finnst mér nœsta bók Matthíasar á eftir henni
enn nútímalegri (219). I jafnóljósri merkingu notar Jóhann orðið atómskáld-
skapur, raunsæisljóð, hið „hreina“ Ijóð, Ijóðsaga, Ijóðrænn prósi, Ijóð í lausu
máli, prósaljóð. Nöfn á ýmsum stefnum, eins og súrrealismi, módernismi,
expressjónismi, tassismi, sem notuð eru í óhófi, eru hvergi útskýrð og því síð-
ur í hverju áhrif þessara stefna á íslenzkan kveðskap séu fólgin. Um Jónas
Svafár segir t. a. m., að hann sé bæði dadaisti og súrrealisti, og í næstu máls-
grein, að hann sé atómskáld í jákvœðri merkingu þess orðs (175), án þess að
nokkru sinni hafi verið gerð grein fyrir merkingu orðsins yfirleitt. Jóhann er
áberandi hrifnastur af orðunum súrrealismi og súrrealískur og notar þau í
ýmsum samböndum, hvar sem þeirn verður við komið. Rætt er um ljóð með
súrrealísku ívafi án þess að vera beinlínis í anda stefnunnar (19), súrreálískan
módernisma (64), súrrealískt eða hálf-súrrealískt líkingamál (144), þjóðtrú-
arsúrrealisma (64); á bls. 90 kemur orðið fyrir fimm sinnum, og þar er einn-
ig þessi harðsoðnu fræði að finna: Ljóðin mætti kalla expressjónísk, en auð-
sœilega hefur súrrealisminn haft gildi fyrir Stein (90).