Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 8
6
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
I. DRAUMUR UM LÍF
1.1
Fyrirlestrar Gests Pálssonar, Lífið í Reykjavík og Mentunar-
ástandið á íslandi3, eru merkilegar heimildir um hugsunarhátt
og lífsviðhorf skáldsins, auk þess sem þeir varpa nokkru ljósi
á myndmál Vordraums. í fyrri fyrirlestrinum gerir Gestur harða
hríð að múgmennskunni sem að hans sögn hvílir einsog mara
yfir bæjarlífinu í Reykjavík og kæfir alla lífræna viðleitni í fæð-
ingu. Hún elur af sér sjálfsfirringu og ónáttúrlega lífsháttu,
sviptir einstaklingana sjálfstæði sínu og valfrelsi. Þeir sem taka
vilja þátt í „félagslífinu" verða að selja sál sína einhverjum hóp
og tileinka sér hugsunarhátt lians. Þeir verða að binda sig á klafa
stéttar og „klikku" til að vera gjaldgengir í mannfélaginu —
menn með mönnum.
Gestur bendir hér á vanda sem hrjáð hefur stórkostlegri sam-
félög en það reykvíska á 9da áratug 19du aldar, og að mörgu
leyti hæfir ádeila hans í mark enn þann dag í dag; hugsunar-
hátturinn hefur lítið breyst þrátt fyrir öll ytri hvörf á öld-
inni sem liðin er. Nú sem þá flýja menn frelsi sitt í stórum
stíl, sameinast múgsál í von um öryggi en glata jafnframt sjálf-
um sér sem sjálfstæðum og ábyrgum verum. Þeir reyna að
gleyma tilvist sinni og vera til í gegnum aðra. Manneskjur af
þessu tagi þora ekki að lifa, og varpa af sér byrðinni sem því
fylgir að vera einstakur; þær eru lifaðir og óvirkir þolendur ytri
aðstæðna.
„Mannorðssýki" Reykvíkinga er angi af þessum almenna lífs-
flótta. Allir eru logandi hræddir um orðstír sinn, segir Gestur,
og ganga um með „mannorðs-„vandskræk““. Enginn hugsar og
gerir það sem honum er eiginlegt af ótta við viðbrögð umhverf-
isins:
Nærri því hvaða smáræði sem menn ráðast í eða taka sér fyrir hendur, þá
er ætíð fyrst að hugsa um það, hvað almenningur muni dæma um það, og
hvað sá eða sá muni segja um það.(37I)
Menn lifa í augum annarra, staðfesta sig í hlutum, öðrum
manneskjum, hefðbundnum viðhorfum og lífsreglum. Vænting-
ar umheimsins stjórna lífshlaupi þeirra.