Skírnir - 01.01.1983, Side 9
SKÍRNIR
AÐ VERA EÐA EKKI
7
Tvíræðni lífshugtaksins kemur mjög við sögu í fyrirlestrum
Gests. Hann leikur sér að orðum en jafnframt hefur mál hans
alvarlegan og þýðingarmikinn undirtón. í hans augum er lífs-
firrtur maður ekki lifandi í raun. Hann er múgmenni sem hef-
ur forsmáð möguleika sína — það sem gerir manninn að mann-
eskju — og dæmt með því sjálfan sig til „dauða“; hann er með
öðrum orðum lifandi lík, vél: „Það er eins og vaninn sé búinn
að gera flesta mennina að handvélum, sem hann veifar og
sveiflar með sama laginu ár út og ár inn“(369). Slíkar mann-
verur eru í raun ekki annað en brúður; þær ráða ekki sjálf-
um sér, velja ekki, gera ekki af eigin hvöt. Líf þeirra er vél-
ræn endurtekning — ánauð. Gestur lýsir ástandinu með mynd-
máli sem minnir á absúrdbókmenntir 20stu aldar. Á göt-
unni mætir hann mönnum sem eru svo „óumræðilega líkir,
eins og þeir væru steyptir í sama mótinu“, að hann getur ímynd-
að sér „að sá eða sá væri í raun og veru steyptur blýmaður“(369).
Engrar hreyfingar gætir fram á við, allt er lamað af ofurvaldi
vanans sem hvílir einsog martraðarmara yfir hugsunarhættin-
um. Hvergi eldar fyrir nýrri hugsun: „Alt innihald einstakling-
anna eru gamlar hugsanir og úreltar hugmyndir“(422). Mann-
fólkið er líkast afturgöngum; líf þess er svipað fúlu stöðuvatni,
„alt dofið og kalt og dautt“(422). Gestur sækir myndmál sitt í
myrkur og tóm þegar hann lýsir þessu mannlífi: niðdimm nótt,
þoka, íshjúpur:
Og y£ir öllura þessum hugsunarlausa mannhóp liggur svo andleg hafísþoka,
köld eins og dauðinn og dimm eins og nóttin, svo enginn sér neitt til nema
bara að rata með matinn á munninn.(424)
Gestur fellir harðan dóm yfir íslensku þjóðlífi; það er sjúk
hrollvekja, klofið til róta af flokkadráttum og stéttahroka.
Menn eru sviptir frelsi til að lifa og finna til einsog þeim er eig-
inlegast af náttúrunnar hendi.
í Lífinu i Reykjavik er að finna drög að andstæðu samfélags og
náttúru sem er ein af uppistöðum Vordraums. Gestur lofar sjó-
mennina, sem standa næst náttúrunni af öllum stéttum að hans
áliti. Þeir hafa meira af „óveikluðum náttúrukröftum“ og „eru
eins og kjarngott og kostamikið land, lítt yrkt, en líka lítt spillt af